Innlent

Ísbjarnarblús í Skagafirðinum (myndband)

Ísbjörninn sem gekk laus í Skagafirðinum í morgun hefur verið felldur. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra veitti samþykki fyrir að fella dýrið þegar ljóst var að rétt lyf til að svæfa það væru ekki til á landinu og fengjust ekki hingað fyrr en í fyrsta lagi á morgun.

Hugmyndir voru uppi um að reyna að svæfa dýrið og flytja úr landi en lögreglan mat það svo að öruggast væri að fella björninn. „Það var þoka uppi á fjöllum og við tókum ákvörðun um að fella hann áður en hann myndi hverfa inn í þokuna," segir Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Sauðárkróki. Hann segir að björninn hafi verið stór enda um fullvaxið dýr að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×