Erlent

Klósettið í Alþjóðlegu geimstöðinni er komið í lag

Klósettið um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni ISS virkar nú aftur. Geimferjan Discovery kom til stöðvarinnar í gærdag með nauðsynlega varahluti í klósettið.

Þegar Mark Kelly skipstjóri Discovery skreið yfir í geimstöðina var það fyrsta sem hann sagði við viðstadda: "Hvað segiði, vantar ykkur pípulagningarmann."

Klósettið í geimstöðinni er byggt af Rússum og það hafa lengi verið vandamál með að fá það til að skola niður, eða upp eftir hvernig á það er litið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×