Innlent

Nýr formaður Framsóknarflokksins virðir ákvörðun Guðna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins.
Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins.

„Auðvitað virði ég þessa ákvörðun sem að hann tekur," segir Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins um brotthvarf Guðna Ágústssonar af þingi. „Það er ljóst að hann tók við flokknum við erfiðar aðstæður þegar Jón Sigurðsson ákvað að hverfa af sviði stjórnmálanna að afloknum kosningum þar sem að Framsóknarfokkurinn náði ekki góðum árangri," segir Valgerður.

Valgerður segir að hún muni sem varaformaður taka við keflinu af Guðna „En ég vil halda því til haga að ég er fyrst og fremst að taka við því tímabundið," segir Valgerður og bendir á að fyrirhugað sé að halda flokksþing í janúar.

Valgerður var stödd á Egilsstöðum þegar Vísir náði af henni tali. „Þetta er óneitanlega mjög sérkennileg staða sem ég er komin í en ég tek því sem að höndum ber og mun þegar ég kem til borgarinnar hitta framkvæmdastjórn flokksins og við leggja línurnar um það hvernig við vinnum úr þesssum vikum," segir Valgerður. Í framkvæmdastjórn flokksins sitja fimm aðilar, allt konur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×