Lífið

Hjördís nýr ritstjóri Nýs lífs

Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, fyrrverandi fréttamaður á Fréttablaðinu, Stöð 2, DV og Mannlífi, hefur verið ráðin ritstjóri Nýs lífs. Hún verður annar ef tveimur ritstjórum Nýs lífs ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur þar til Ingibjörg fer í fæðingarorlof.

Fram kemur í tilkynningu frá Birtíngi að blaðið sé eitt af mest lesnu tímaritum landsins og hafi verið það frá því það kom fyrst út árið 1978. „Full eftirvæntingar tek ég við nýju starfi og hlakka til að takast á við krefjandi verkefni sem mín bíða. Nýtt Líf er mjög spennandi vettvangur, blaðið á sér langa og farsæla sögu sem gaman er að fá að fylgja eftir og vonandi bæta við," segir Hjördís Rut í tilkynningu Birtíngs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.