Tiger áfram eftir bráðabana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 12:13 Tiger Woods vann nauman sigur á Aaron Baddeley. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods komst áfram í fjórðungsúrslit heimsmeistarakeppninnar í holukeppni sem fer fram í Arizona í Bandaríkjunum. Woods atti kappi við Ástralann Baddeley sem púttaði fyrir sigri á bæði 17. og 18. holu en allt kom fyrir ekki. Tiger vann svo á annari holu bráðabanans með því að setja niður rúmlega þriggja metra pútt. Fjórum kylfingum var raðað í efsta styrkleikaflokk á mótinu og er Tiger sá eini þeirra sem er enn með í mótinu. Ernie Els og Phil Mickelson duttu snemma úr leik en í gær tapaði sá fjórði, Steve Stricker fyrir Argentínumanninum Angel Cabrera með fjórum vinningum. Báðir Bretarnir sem voru eftir í keppninni, þeir Colin Montgomerie og Paul Casey, töpuðu sínum viðureignum í gær. Montgomerie tapaði fyrir Stewart Cink og Casey fyrir KJ Choi. Núverandi meistari, Henrik Stenson frá Svíþjóð, vann Jonathan Byrd og þar með sína níundu viðureign í röð á mótinu. Gríðarlega spennandi viðureignir eru frammundan í kvöld. Tiger Woods mætir KJ Choi og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Henrik Stenson eða Woody Austin. Justin Leonard og Vijay Singh eigast svo við og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Angel Cabrera eða Stewart Cink. Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods komst áfram í fjórðungsúrslit heimsmeistarakeppninnar í holukeppni sem fer fram í Arizona í Bandaríkjunum. Woods atti kappi við Ástralann Baddeley sem púttaði fyrir sigri á bæði 17. og 18. holu en allt kom fyrir ekki. Tiger vann svo á annari holu bráðabanans með því að setja niður rúmlega þriggja metra pútt. Fjórum kylfingum var raðað í efsta styrkleikaflokk á mótinu og er Tiger sá eini þeirra sem er enn með í mótinu. Ernie Els og Phil Mickelson duttu snemma úr leik en í gær tapaði sá fjórði, Steve Stricker fyrir Argentínumanninum Angel Cabrera með fjórum vinningum. Báðir Bretarnir sem voru eftir í keppninni, þeir Colin Montgomerie og Paul Casey, töpuðu sínum viðureignum í gær. Montgomerie tapaði fyrir Stewart Cink og Casey fyrir KJ Choi. Núverandi meistari, Henrik Stenson frá Svíþjóð, vann Jonathan Byrd og þar með sína níundu viðureign í röð á mótinu. Gríðarlega spennandi viðureignir eru frammundan í kvöld. Tiger Woods mætir KJ Choi og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Henrik Stenson eða Woody Austin. Justin Leonard og Vijay Singh eigast svo við og sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir annað hvort Angel Cabrera eða Stewart Cink.
Golf Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira