Innlent

Engin merki um að hægt verði að selja hvalkjötið til Japans

Engin merki eru um að Japan muni flytja inn hvalkjöt frá Íslandi segir formaður Náttúrverndarsamtaka Íslands. En þegar á annað ár er liðið frá því að Hvalur 9 veiddi síðustu langreyðina í atvinnuskyni hefur enn ekki tekist að semja við Japani um sölu á kjötinu þangað.

Í október 2006 hófust hvalveiðar í atvinnuskyni við strendur landsins á ný eftir tæplega 20 ára hlé. Hvalur 9 flaggskip hvalveiðiflotans hélt í sama mánuði aftur til veiða en alls voru þá veiddar sjö langreyðar. Til stóð að kjötið yrði selt til Japans þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins Hvals töldu markað fyrir kjötið þar. Nú þegar liðið er á annað ár frá því síðasta langreyðurin var veidd hefur enn ekki tekist að ganga frá sölu á kjötinu þangað.

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, sagði í samtali við fréttastofu að Hvalur eigi til um sjötíu tonn af kjöti sem er tilbúið til útflutnings um leið og leyfi fæst. Íslensk stjórnvöld hafa átt í óformlegum viðræðum um hvernig hægt er að standa að sölunni en hins vegar stendur enn á leyfi fyrir innflutningnum fáist frá japönskum stjórnvöldum. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra er vongóður um svör berist á næstunni. Hann segir öll tilskilin vottorð liggja fyrir og veit því ekki hvað tefur málið hjá japönskum stjórnvöldu. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir engin merki eru um að Japan muni flytja inn hvalkjöt frá Íslandi. Hann vill að sjávarútvegsráðherra viðurkenni að nú sé fullreynt og að ekki verði reynt frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×