Íslenskt ofurkvöld 17. október 2008 09:00 Rokkað á Airwaves Hljómsveitin Múgsefjun var ein þeirra sem spiluðu á Airwaves á miðvikudagskvöldið. Hápunktar þess kvölds voru tónleikar Retro Stefson og Reykjavík! Fréttablaðið/Arnþór Iceland Airwaves-hátíðin rann af stað með stæl á miðvikudagskvöldið. Allir staðir fullir. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að láta nokkrar af heitustu íslensku sveitunum spila tvisvar á hátíðinni. Miðvikudagskvöldið var 99 prósent íslenskt. Þess vegna var hægt að sjá margar af bestu hljómsveitum Íslands það kvöld og flestar spila þær aftur áður en hátíðinni er lokið. Ég hóf kvöldið með því að kíkja á Morðingjana sem spiluðu á Kimi-kvöldi á Tunglinu. Þeir gáfu lítið eftir í pönk-keyrslunni, en krafturinn hefði eflaust skilað sér enn betur ef þeir hefðu verið á dagskrá seinna um kvöldið þegar staðurinn var orðinn pakkaður. Á Nasa var kvöldið undir merkjum breska rokkblaðsins Kerrang! Þar náðu stelpurnar (og strákurinn á trommunum) í Vicky, sem áður hét Vicky Pollard upp góðri stemningu. Þær voru í glam-rokk búningum og Eygló söngkona hélt athygli áhorfenda með skemmtilegum kynningum. Þetta er ágætlega þétt rokkband með frábæran trommara, en tónlistin er kannski aðeins of einhæf til að skora mjög hátt. Skemmtilegt samt. Innlifun og spilagleði einkenndi síðustu lög Borkós á Tunglinu og Benni Hemm Hemm stóð sig ágætlega, en meðlimir úr Ungfóníunni spiluðu með honum. Á Grapewine-kvöldinu á Organ voru meðlimir eðalsveit. Ég ákvað að halda mig á Tunglinu það sem eftir var kvölds og sá ekki eftir því. Retro Stefson olli mér nokkrum vonbrigðum þegar hún spilaði á hátíðinni í fyrra. Bandið hefur hins vegar greinilega ekki setið auðum höndum síðan og gjörsamlega fór á kostum á Tunglinu á miðvikudagskvöldið. Kraftur og gleði einkenndi sveitina sem náði upp frábærri stemningu. Þau byrjuðu á Medallion og tóku svo hvern smellinn á fætur öðrum, Luna, Papa Paulo III, Salvatore, Montana ... Tónlist Retro Stefson er sérstaklega fjölbreytt og sveitin er orðin gríðarlega vel smurð tónleikamaskína. Það voru svo rokktuddarnir í Reykjavík! sem kláruðu kvöldið. Þeir byrjuðu á því að fá viðstadda til að syngja Ísland ögrum skorið til heiðurs útrásarvíkingunum og íslensku viðskiptaviti, en keyrðu svo af stað í sína hefðbundnu hávaðakeyrslu. Þeir voru pirraðir yfir efnhagshruninu, en virkjuðu þann pirring og veittu orkunni beint í rokkið. Sennilega öflugasta íslenska rokkbandið í dag. Fullkominn endir á fínu kvöldi. ankahvelfingarnar eru kannski tómar, en það er nóg innistæða í íslensku tónlistarlífi. Hápunktar: Retro Stefson og Reykjavík! Trausti Júlíusson Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðin rann af stað með stæl á miðvikudagskvöldið. Allir staðir fullir. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að láta nokkrar af heitustu íslensku sveitunum spila tvisvar á hátíðinni. Miðvikudagskvöldið var 99 prósent íslenskt. Þess vegna var hægt að sjá margar af bestu hljómsveitum Íslands það kvöld og flestar spila þær aftur áður en hátíðinni er lokið. Ég hóf kvöldið með því að kíkja á Morðingjana sem spiluðu á Kimi-kvöldi á Tunglinu. Þeir gáfu lítið eftir í pönk-keyrslunni, en krafturinn hefði eflaust skilað sér enn betur ef þeir hefðu verið á dagskrá seinna um kvöldið þegar staðurinn var orðinn pakkaður. Á Nasa var kvöldið undir merkjum breska rokkblaðsins Kerrang! Þar náðu stelpurnar (og strákurinn á trommunum) í Vicky, sem áður hét Vicky Pollard upp góðri stemningu. Þær voru í glam-rokk búningum og Eygló söngkona hélt athygli áhorfenda með skemmtilegum kynningum. Þetta er ágætlega þétt rokkband með frábæran trommara, en tónlistin er kannski aðeins of einhæf til að skora mjög hátt. Skemmtilegt samt. Innlifun og spilagleði einkenndi síðustu lög Borkós á Tunglinu og Benni Hemm Hemm stóð sig ágætlega, en meðlimir úr Ungfóníunni spiluðu með honum. Á Grapewine-kvöldinu á Organ voru meðlimir eðalsveit. Ég ákvað að halda mig á Tunglinu það sem eftir var kvölds og sá ekki eftir því. Retro Stefson olli mér nokkrum vonbrigðum þegar hún spilaði á hátíðinni í fyrra. Bandið hefur hins vegar greinilega ekki setið auðum höndum síðan og gjörsamlega fór á kostum á Tunglinu á miðvikudagskvöldið. Kraftur og gleði einkenndi sveitina sem náði upp frábærri stemningu. Þau byrjuðu á Medallion og tóku svo hvern smellinn á fætur öðrum, Luna, Papa Paulo III, Salvatore, Montana ... Tónlist Retro Stefson er sérstaklega fjölbreytt og sveitin er orðin gríðarlega vel smurð tónleikamaskína. Það voru svo rokktuddarnir í Reykjavík! sem kláruðu kvöldið. Þeir byrjuðu á því að fá viðstadda til að syngja Ísland ögrum skorið til heiðurs útrásarvíkingunum og íslensku viðskiptaviti, en keyrðu svo af stað í sína hefðbundnu hávaðakeyrslu. Þeir voru pirraðir yfir efnhagshruninu, en virkjuðu þann pirring og veittu orkunni beint í rokkið. Sennilega öflugasta íslenska rokkbandið í dag. Fullkominn endir á fínu kvöldi. ankahvelfingarnar eru kannski tómar, en það er nóg innistæða í íslensku tónlistarlífi. Hápunktar: Retro Stefson og Reykjavík! Trausti Júlíusson
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira