Tekjuskattur verður hækkaður um eitt prósentustig 11. desember 2008 10:08 Tekjuskattur hækkar um 1 prósentustig auk heimildar til hækkunar á útsvari. Með þessum og fleiri aðgerðum mun halli ríkissjóðs verða 165 - 170 milljarðar króna en hefði að óbreyttu geta orðið u.þ.b. 215 milljarðar. Í tilkynningu um málið segir að ríkisstjórnin leggur til að tekjuskattur einstaklinga verði hækkaður um 1 prósentustig, úr 22,75% í 23,75%. Með því munu tekjur ríkissjóðs hækka um 7 milljarða króna frá því sem áður var áformað. Ennfremur mun ríkisstjórnin heimila hækkun útsvars sveitarfélaganna sem getur leitt til hækkunar tekna þeirra og kemur til móts við aukaframlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem að óbreyttu munu falla niður um næstu áramót. Í tillögum ríkisstjórnarinnar sem lagðar eru fyrir Fjárlaganefnd Alþingis við 2. umræðu fjárlaga er gert ráð fyrir að sparnaður í rekstrarútgjöldum og tekjutilfærslum nemi u.þ.b. 24 milljörðum króna eða um 5,7% af heildarútgjöldum ríkissjóðs til þessara málaflokka. Er bæði um að ræða hagræðingu í núverandi rekstri og frestun verkefna sem ekki eru komin til framkvæmda. Mestur samdráttur hjá utanríkisþjónustu Hlutfallslega verður mesti samdráttur rekstargjalda í utanríkisþjónustunni og hjá æðstu stjórn ríkisins en almennt er samdráttur í rekstri ráðuneyta á bilinu 5-7%. Gert er ráð fyrir að gjöld og samningar sem taka breytingum á milli ára samkvæmt verðlagi hækki í samræmi við þær áætlanir sem settar voru fram í fjárlagafrumvarpinu í byrjun október þar sem verðhækkanir ársins 2008 voru áætlaðar 11,5% en hækkun ársins 2009 var áætluð 5,7%. Er þetta nokkuð lægra en mælingar og spár gera ráð fyrir nú. Engu að síður mun lágmarksframfærslutrygging almannatrygginga hækka til jafns við hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2008 og spár ársins 2009 sem leiðir til tæplega 20% hækkunar um næstu áramót fyrir þá sem lægstar hafa bæturnar og 9,6% hækkun fyrir aðra bótaþega. Kjör lægst settu lífeyrisþeganna hafa aldrei verið hærri samanborið við lægstu laun í landinu. Samdráttur í nýframkvæmdum Af einstökum liðum má nefna að fallið verður frá aukningu útgjalda til þróunaraðstoðar, mótframlagi í endurhæfingarsjóð verður frestað, framlög til sókna verða lækkuð, fallið verður frá framlögum rannsókna- og tækjasjóði og ýmsir styrkjaliðir verða lækkaðir. Talsverður samdráttur verður í nýframkvæmdum á árinu 2009 frá því sem áður var áformað. Samtals mun lækkun framkvæmda nema um 11 milljörðum króna eða 21% af áætluðum kostaði við nýframkvæmdir ársins. Þrátt fyrir þessar breytingar munu framkvæmdir næsta árs nema ríflega 41 milljarði króna sem er svipuð upphæð og framkvæmt var fyrir á þessu ári Þetta þýðir að árið 2009 verður eitt mesta framkvæmdaár sögunnar með tilliti til fjárveitinga ríkisins. Með því vill ríkisstjórnin leggja sitt af mörkum við að halda uppi framkvæmdum og þar með skapa atvinnu þegar atvinnuleysi fer vaxandi. Helmingur af sparnaði í nýframkvæmdum verður í vegagerð en af öðrum einstökum liðum má nefna að frestun verður á framkvæmdum vegna nýrrar flugvélar og varðskips Landhelgisgæslunnar, dregið verður úr fjölgun leiguíbúða og húsbyggingu á vegum Stofnunar Árna Magnússonar verður slegið á frest. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Tekjuskattur hækkar um 1 prósentustig auk heimildar til hækkunar á útsvari. Með þessum og fleiri aðgerðum mun halli ríkissjóðs verða 165 - 170 milljarðar króna en hefði að óbreyttu geta orðið u.þ.b. 215 milljarðar. Í tilkynningu um málið segir að ríkisstjórnin leggur til að tekjuskattur einstaklinga verði hækkaður um 1 prósentustig, úr 22,75% í 23,75%. Með því munu tekjur ríkissjóðs hækka um 7 milljarða króna frá því sem áður var áformað. Ennfremur mun ríkisstjórnin heimila hækkun útsvars sveitarfélaganna sem getur leitt til hækkunar tekna þeirra og kemur til móts við aukaframlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem að óbreyttu munu falla niður um næstu áramót. Í tillögum ríkisstjórnarinnar sem lagðar eru fyrir Fjárlaganefnd Alþingis við 2. umræðu fjárlaga er gert ráð fyrir að sparnaður í rekstrarútgjöldum og tekjutilfærslum nemi u.þ.b. 24 milljörðum króna eða um 5,7% af heildarútgjöldum ríkissjóðs til þessara málaflokka. Er bæði um að ræða hagræðingu í núverandi rekstri og frestun verkefna sem ekki eru komin til framkvæmda. Mestur samdráttur hjá utanríkisþjónustu Hlutfallslega verður mesti samdráttur rekstargjalda í utanríkisþjónustunni og hjá æðstu stjórn ríkisins en almennt er samdráttur í rekstri ráðuneyta á bilinu 5-7%. Gert er ráð fyrir að gjöld og samningar sem taka breytingum á milli ára samkvæmt verðlagi hækki í samræmi við þær áætlanir sem settar voru fram í fjárlagafrumvarpinu í byrjun október þar sem verðhækkanir ársins 2008 voru áætlaðar 11,5% en hækkun ársins 2009 var áætluð 5,7%. Er þetta nokkuð lægra en mælingar og spár gera ráð fyrir nú. Engu að síður mun lágmarksframfærslutrygging almannatrygginga hækka til jafns við hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2008 og spár ársins 2009 sem leiðir til tæplega 20% hækkunar um næstu áramót fyrir þá sem lægstar hafa bæturnar og 9,6% hækkun fyrir aðra bótaþega. Kjör lægst settu lífeyrisþeganna hafa aldrei verið hærri samanborið við lægstu laun í landinu. Samdráttur í nýframkvæmdum Af einstökum liðum má nefna að fallið verður frá aukningu útgjalda til þróunaraðstoðar, mótframlagi í endurhæfingarsjóð verður frestað, framlög til sókna verða lækkuð, fallið verður frá framlögum rannsókna- og tækjasjóði og ýmsir styrkjaliðir verða lækkaðir. Talsverður samdráttur verður í nýframkvæmdum á árinu 2009 frá því sem áður var áformað. Samtals mun lækkun framkvæmda nema um 11 milljörðum króna eða 21% af áætluðum kostaði við nýframkvæmdir ársins. Þrátt fyrir þessar breytingar munu framkvæmdir næsta árs nema ríflega 41 milljarði króna sem er svipuð upphæð og framkvæmt var fyrir á þessu ári Þetta þýðir að árið 2009 verður eitt mesta framkvæmdaár sögunnar með tilliti til fjárveitinga ríkisins. Með því vill ríkisstjórnin leggja sitt af mörkum við að halda uppi framkvæmdum og þar með skapa atvinnu þegar atvinnuleysi fer vaxandi. Helmingur af sparnaði í nýframkvæmdum verður í vegagerð en af öðrum einstökum liðum má nefna að frestun verður á framkvæmdum vegna nýrrar flugvélar og varðskips Landhelgisgæslunnar, dregið verður úr fjölgun leiguíbúða og húsbyggingu á vegum Stofnunar Árna Magnússonar verður slegið á frest.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira