Brot á stjórnarskrá
Verðtryggingin er ekki einungisóréttlát, hún er einnig andstæð eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Segjum sem svo að ég safni tveimur milljónum króna fyrir útborgun í 20 milljóna króna íbúð og taki 18 milljónir að láni. Eftir að ég kaupi íbúðina tekur við verðbólgutíð eins og sú sem nú stendur yfir og ársverðbólga reynist 15%. Verðtryggingin gerir það að verkum að höfuðstóll og afborganir lánsins hækka mikið og aðeins einu ári eftir að ég keypti íbúðina og lagði út tvær milljónir af eigin fé er lánið komið í 20,8 milljónir! Tveggja milljón króna eignaskerðing hefur því orðið í krafti verðtryggingaráhrifa og ég sit eftir með eintómar skuldir þrátt fyrir að hafa borgað af láninu í heilt ár. Ég hef því verið sviptur eign minni.
Fólki er nauðugur einn sá kostur að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, enda er húsaskjól slík grundvallarnauðsyn að hún er tilgreind í Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hér á landi hefur leigumarkaðurinn verið ónýtur og húsnæðisverð hækkaði um 84% frá árinu 2003 til 2007. Laun flestra héldu ekki í við þá verðhækkun. Þorri fólks hefur því neyðst til að taka sér há lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og á húsnæðislánamarkaði eru verðtryggð lán það eina sem býðst.
Það má því ljóst vera að taka verðtryggðra lána hlýtur í flestum tilvikum að vera þvinguð en ekki frjáls og valkvæð, og þannig andstæð grundvallarreglum samningaréttar og undirstöðurökum eignarréttarverndar.
Verðtrygging er ekki náttúrulögmál. Hún er sá skattur sem lagður er á almenning hér á landi til að viðhalda dvergvöxnum gjaldmiðli og til að bæta upp fyrir mistæka peningastjórn. Örlög fjölda lántakenda ráðast í verðbólgutíð næstu mánaða og því verður að breyta eða afnema verðtryggingu lána. Réttlætiskennd almennings og stjórnarskráin bjóða ekki upp á annað.
Höfundur er ríkisstarfsmaður.
Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn
Bjarki Oddsson skrifar
Helvítis væl alltaf í þessum kalli
Hólmgeir Baldursson skrifar
Þarf alltaf að vera vín?
Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar
Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni
Anton Guðmundsson skrifar
Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara
Andri Þorvarðarson skrifar
„Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Þurr janúar. Er það ekki málið?
Árni Einarsson skrifar
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Trú er holl
Skúli S. Ólafsson skrifar
Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu
Sandra B. Franks skrifar
Sterk sveitarfélög skipta máli
Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar
Undirgefni, trúleysi og tómarúm
Einar Baldvin Árnason skrifar
Reistu hamingjunni heimili
Árni Sigurðsson skrifar
Það tapa allir á orkuskortinum
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
RÚV og litla vandamálið
Ásgeir Sigurðsson skrifar
ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Takk Björgvin Njáll, eða þannig
Ólafur Þór Ólafsson skrifar
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Aðför að réttindum verkafólks
Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar
Orkuverð og sæstrengir
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar
Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi
Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar
Að þora að stíga skref
Magnús Þór Jónsson skrifar
Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu?
Örn Karlsson skrifar
Ó Palestína
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar
Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga?
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
„Þetta er algerlega galið“
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Hvernig getum við stigið upp úr sorginni?
Birna Guðný Björnsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar
Haraldur Ólafsson skrifar
Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða
Árni Sigurðsson skrifar