Körfubolti

Sigurður: Varnarleikurinn er lykillinn

Sigurður Ingimundarson
Sigurður Ingimundarson Mynd/Hörður

Sigurður Ingimundarson þakkar fyrst og fremst bættum varnarleik þá staðreynd að hans menn í Keflavík eru búnir að jafna metin gegn ÍR í 2-2 í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar.

"Styrkur okkar er sá að við erum með mikið af mönnum sem geta skorað fyrir okkur úr öllum mögulegum færum. Við ætluðum okkur fullmikið í byrjun en eftir það var þetta gott. Það er erfitt að spila í þessu húsi á móti þessu sterka liði," sagði Sigurður í samtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

"Við spiluðum hræðilega vörn í fyrstu tveimur leikjunum en þegar við erum að spila góða vörn, er enginn að fara að gera neitt sérstaklega góða hluti á móti okkur. Við erum með fantavarnarleik. Núna verðum við bara að skoða næsta leik og sjá hvernig fer - en eitt er víst - við verðum klárir þá," sagði þjálfarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×