Brúin út í Viðey 17. mars 2008 14:37 Fyrir nokkrum misserum gáfum við Grafarvogsskáldin út bók með ljóðum okkar og sögum sem ber það ágæta heiti Brúin út í Viðey (man ekki betur en félagi Gyrðir Elíasson eigi titilinn). Og brúin er vonandi að koma. Mér líst sumsé fjarskalega vel á nýjustu tillögu þar til bærra skipulagsfrömuða um að tengja Sundabrautina við Viðey. Það er eitusnjallt og hreinlega með ólíkindum að þessari hugmynd hafi ekki skotið upp kollinum miklum mun fyrr. Reyndar var ég einn þeirra sem hrósaði sjálfstæðismönnum í hástert fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vegna hugmynda þeirra ym eyjabyggð. Þeir lögðu sem kunnugt er fram metnaðarfullar tillögur um að færa byggðina út í Akureyri og Engey og Viðey (og raunar einnig Geldingarnes) og tengja þessar eyjar gömlu Reykjavík með brúm og göngum. Ég hef aldrei skilið náttúruverndaráráttu manna þegar kemur að eyjunum á Sundum blám. Auðvitað á að nýta þessi þúfubörð fyrir flotta - og ef til vill svolítið öðruvísi - íbúðabyggð. Allar vitrænar borgarstjórnir byggja eyjarnar í kringum miðborgina. Hvers vegna í ósköpunum er Reykjavík undantekningin? Halda menn að Manhattan hefði til dæmis verið friðuð vegna hreiðurgerðar á öldum áður? Byggð í Viðey, Engey, Akurey ... Það er komið nóg af heiðabyggðum ... Horfum í norður og niður ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun
Fyrir nokkrum misserum gáfum við Grafarvogsskáldin út bók með ljóðum okkar og sögum sem ber það ágæta heiti Brúin út í Viðey (man ekki betur en félagi Gyrðir Elíasson eigi titilinn). Og brúin er vonandi að koma. Mér líst sumsé fjarskalega vel á nýjustu tillögu þar til bærra skipulagsfrömuða um að tengja Sundabrautina við Viðey. Það er eitusnjallt og hreinlega með ólíkindum að þessari hugmynd hafi ekki skotið upp kollinum miklum mun fyrr. Reyndar var ég einn þeirra sem hrósaði sjálfstæðismönnum í hástert fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vegna hugmynda þeirra ym eyjabyggð. Þeir lögðu sem kunnugt er fram metnaðarfullar tillögur um að færa byggðina út í Akureyri og Engey og Viðey (og raunar einnig Geldingarnes) og tengja þessar eyjar gömlu Reykjavík með brúm og göngum. Ég hef aldrei skilið náttúruverndaráráttu manna þegar kemur að eyjunum á Sundum blám. Auðvitað á að nýta þessi þúfubörð fyrir flotta - og ef til vill svolítið öðruvísi - íbúðabyggð. Allar vitrænar borgarstjórnir byggja eyjarnar í kringum miðborgina. Hvers vegna í ósköpunum er Reykjavík undantekningin? Halda menn að Manhattan hefði til dæmis verið friðuð vegna hreiðurgerðar á öldum áður? Byggð í Viðey, Engey, Akurey ... Það er komið nóg af heiðabyggðum ... Horfum í norður og niður ... -SER.