Tónlist

Skautalag komið út

Hljómsveitin Ghostigital hefur gefið út lagið Hoovering Hoover Skates.
Hljómsveitin Ghostigital hefur gefið út lagið Hoovering Hoover Skates.

Hljómsveitin Ghostigital hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Hoovering Hoover Skates, eða Svífandi ryksuguskautar. Fjallar textinn um uppfinningamann sem er í skýjunum yfir nýjasta sköpunarverki sínu. Listahópurinn Weird Girls hefur búið til myndband við lagið þar sem hjólaskautar leika stórt hlutverk.

Næstu tónleikar Ghostigital verða á Iceland Airwaves í kvöld á Tunglinu. Á morgun heldur sveitin síðan til London þar sem hún spilar á hátíðinni Frieze Art Fair. Þar hefur galleríið Kling & Bang sett upp barinn Sirkus og mun Ghostigital spila þar á laugardag og sunnudag.

Nóg er um að vera hjá Ghostigital því í seinustu viku gaf hún þjóðinni endurhljóðblöndun Gus Gus af laginu Hvar eru peningarnir mínir? í tilefni af fjármálakreppunni. Fram undan hjá sveitinni er svo útgáfa á nýrri plötu, Aero, sem hún tók upp með Skúla Sverrissyni og Finnboga Péturssyni. Einnig spilar sveitin í desember á hátíðinni Nightmare Before Christmas ásamt Mugison og fjölda erlendra hljómsveita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.