Á kafi í forarpytti Liberty 13. maí 2008 00:01 Grand Theft Auto 4 kominn út á PS3 og XBox 360. Pegi: 18+ Í leiknum er ofbeldi, ljótt orðbragð og takmörkuð nekt. HHHHH Upplifun ársins og skyldueign allra sanna leikjaunnenda. Hversu langt myndirðu ganga til að ná fram hefndum? Og hvað myndirðu vera tilbúinn til að gera til að upplifa hinn ameríska draum? Þetta eru spurningar sem Nico Bellic, austurevrópskur innflytjandi, þarf að svara við komuna til Ameríku. Nico er kominn til Liberty City borgar til að hitta frænda sinn Roman sem hefur freistað hans með sögum um flott hús, djarfar dömur og stafla af peningum. Við komuna þangað kemst Nico fljótt að því að Roman hefur fyllt hug hans af draumórum og kaldur veruleikinn bíður hans. Það tekur ekki langan tíma fyrir frændurna að blandast í deilur glæpafjölskyldna borgarinnar og eftir það verður ekki aftur snúið.Umdeildur frá upphafiGTA 4 Grand Theft Auto 4Grand Theft Auto 4 eða GTA eins og hann er oftast kallaður, er ein frægasta tölvuleikjasería sem komið hefur út. GTA er það sem kallast sandbox-leikur, sem táknar stóran heim þar sem er hægt að fara hvert sem er og gera nærri hvað sem leikmanni dettur í hug. Leikirnir hafa selst í miljónavís og oftar en einu sinni ratað á forsíður blaðanna, sjaldnast í góðu ljósi. Fjölmiðlar og sumir stjórnmálamenn hafa oft verið fljótir í gegnum tíðina að kenna GTA-leikjunum um allt sem er að, og ófáir glæpamenn í Bandaríkjunum hafa notað það sér til málsvarnar að þeir væru bara að apa eftir GTA þegar þeir frömdu glæpi. Því verður ekki neitað að leikirnir hafa átt hluta af gagnrýninni skilið, en á sama tíma hefur verið oft auðvelt að kenna leiknum um hluti sem hann ber litla sök á. GTA 4 er búinn að vera í um fjögur ár í framleiðslu og eftirvæntingin hefur verið gríðaleg á heimsvísu. Eftir að hafa spilað og klárað leikinn í meira en 55 tíma er auðvelt að sjá af hverju. GTA 4 er fyrsti leikurinn fyrir næstu kynslóð leikjavéla og kemur hann út á bæði Playstation 3 og Xbox 360. Eftir að hafa spilað báðar útgáfurnar er hægt að segja að leikurinn skín á báðum vélunum. Sögusvið leiksins er ótrúlegt, og ekki er annað hægt en að dást að Rockstar og hvað þeir hafa lagt mikla vinnu í að búa til sína útgáfu af New York borg. Þegar leikurinn ræsir sig upp í fyrsta sinn hleður hann sig í smástund og síðan lítið sem ekkert eftir það. Heimurinn er gríðalega stór og er auðveldlega hægt að eyða tugum klukkutíma í að ferðast í gegnum borgina og skoða hvern krók og kima, hvort sem þú tekur lestina, leigubíl eða hreinlega stelur flotta sportbílnum sem mætti þér á síðustu gatnamótum. Marley og Queen með lögEitt af því sem GTA-leikirnir hafa verið þekktir fyrir er frábær saga, raddsetningar og góð tónlist. Margir frægir tónlistarmenn eða leikarar hafa ljáð leiknum sína rödd í gegnum tíðina og í þessum leik er engin undartekning þar á. Í leiknum má heyra raddir eða tónlist eftir t.d Phil Collins, Thin Lizzy, Queen, Bob Marley, Karl Lagerfield, Iggy Pop, Juliette Lewis og Ruslönu úr Eurovision sem er einnig kynnir á einni af fjölmörgu útvarpstöðvunum í leiknum. Það er hægt að eyða heilu dögunum bara að hlusta á útvarpsstöðvarnar eða sjónvarpstöðvarnar einar og þættina sem er þar að finna. Þegar þú ert ekki að fara í gegnum söguþráð leiksins eða ótal fjölda aukaverkefna eða hluta sem er hægt að gera í borginni, þarftu að rækta vinasamböndin sem Nico myndar á leið sinni. Til að eiga samskipti við vini þína eða kærustur sem er hægt að eignast í leiknum, þarftu bara að ýta upp á fjarstýringuna og þá smellur upp GSM-sími. Síminn er lífæð Nico í leiknum og í gegnum hann er hægt að fara í verkefni, báta eða götukappakstra, hitta vinina og fara í keilu, pool, á djammið eða bara skella sér á grínklúbb og sjá t.d Ricky Gervais troða upp. Fyrir utan allt þetta er GSM-síminn líka leið inn í fjölspilunarpart leiksins. Allt er þetta gert á auðveldan og snöggan hátt sem tekur þig ekki úr upplifuninni á leiknum. Besti GTA-leikurinnGTA 4 er fyrsti leikurinn í seríunni sem bíður upp á fjölspilun. Hægt er að spila frá 2-16 leikmenn í um 10 mismunandi leikjategundum. Í sumum af þeim eru leikmenn að vinna saman í liðum á móti hverjum öðrum að leysa verkefni, skjóta hvern annan eða keppa í götuakstri. Það sem kannski kemur mest á óvart við allt þetta er að borgin í leiknum er söguviðið og hægt er að fara nær hvert sem þú vilt og á hvaða hátt sem er, og býður það uppá ótrúlega skemmtilegan og fjölbreyttan netspilunarmöguleika. Eftir allan þennan tíma og óendanlega eftirvæntingu og vonir er einhver leið að leikurinn standist væntingar? Stutta svarið er já og meira en svo, leikurinn stendur upp úr sem sá besti í seríunni og skartar persónum sem þér þykir vænt um, sögu og hasar sem er betri en margar Hollywood sumarmyndirnar sem koma hingað á klakann. Grafík og tónlist er með því flottasta sem hefur sést og Euphoria „physics" vélin sem stjórnar öllu umhverfi, hlutum og fólki er eitthvað sem þarf að sjá til að trúa. Þetta er leikur sem endist auðveldlega um 40-80 tíma og meira ef fólk er tilbúið að sökkva sér djúpt í forarpyttinn sem Liberty City er. Foreldrar verða bara að muna að GTA leikirnir hafa ávallt verið fullorðinsleikir og þar af leiðandi bannaðir innan átján ára. Þeir eru ekki beint hæfir fyrir fermingjarbarnið á heimilinu. Aftur á móti þeir sem eru 18 ára og eldri og hafa gaman af hasar og skemmtun ættu ekki að hika að skella sér á þennan leik.Sveinn A. Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Hversu langt myndirðu ganga til að ná fram hefndum? Og hvað myndirðu vera tilbúinn til að gera til að upplifa hinn ameríska draum? Þetta eru spurningar sem Nico Bellic, austurevrópskur innflytjandi, þarf að svara við komuna til Ameríku. Nico er kominn til Liberty City borgar til að hitta frænda sinn Roman sem hefur freistað hans með sögum um flott hús, djarfar dömur og stafla af peningum. Við komuna þangað kemst Nico fljótt að því að Roman hefur fyllt hug hans af draumórum og kaldur veruleikinn bíður hans. Það tekur ekki langan tíma fyrir frændurna að blandast í deilur glæpafjölskyldna borgarinnar og eftir það verður ekki aftur snúið.Umdeildur frá upphafiGTA 4 Grand Theft Auto 4Grand Theft Auto 4 eða GTA eins og hann er oftast kallaður, er ein frægasta tölvuleikjasería sem komið hefur út. GTA er það sem kallast sandbox-leikur, sem táknar stóran heim þar sem er hægt að fara hvert sem er og gera nærri hvað sem leikmanni dettur í hug. Leikirnir hafa selst í miljónavís og oftar en einu sinni ratað á forsíður blaðanna, sjaldnast í góðu ljósi. Fjölmiðlar og sumir stjórnmálamenn hafa oft verið fljótir í gegnum tíðina að kenna GTA-leikjunum um allt sem er að, og ófáir glæpamenn í Bandaríkjunum hafa notað það sér til málsvarnar að þeir væru bara að apa eftir GTA þegar þeir frömdu glæpi. Því verður ekki neitað að leikirnir hafa átt hluta af gagnrýninni skilið, en á sama tíma hefur verið oft auðvelt að kenna leiknum um hluti sem hann ber litla sök á. GTA 4 er búinn að vera í um fjögur ár í framleiðslu og eftirvæntingin hefur verið gríðaleg á heimsvísu. Eftir að hafa spilað og klárað leikinn í meira en 55 tíma er auðvelt að sjá af hverju. GTA 4 er fyrsti leikurinn fyrir næstu kynslóð leikjavéla og kemur hann út á bæði Playstation 3 og Xbox 360. Eftir að hafa spilað báðar útgáfurnar er hægt að segja að leikurinn skín á báðum vélunum. Sögusvið leiksins er ótrúlegt, og ekki er annað hægt en að dást að Rockstar og hvað þeir hafa lagt mikla vinnu í að búa til sína útgáfu af New York borg. Þegar leikurinn ræsir sig upp í fyrsta sinn hleður hann sig í smástund og síðan lítið sem ekkert eftir það. Heimurinn er gríðalega stór og er auðveldlega hægt að eyða tugum klukkutíma í að ferðast í gegnum borgina og skoða hvern krók og kima, hvort sem þú tekur lestina, leigubíl eða hreinlega stelur flotta sportbílnum sem mætti þér á síðustu gatnamótum. Marley og Queen með lögEitt af því sem GTA-leikirnir hafa verið þekktir fyrir er frábær saga, raddsetningar og góð tónlist. Margir frægir tónlistarmenn eða leikarar hafa ljáð leiknum sína rödd í gegnum tíðina og í þessum leik er engin undartekning þar á. Í leiknum má heyra raddir eða tónlist eftir t.d Phil Collins, Thin Lizzy, Queen, Bob Marley, Karl Lagerfield, Iggy Pop, Juliette Lewis og Ruslönu úr Eurovision sem er einnig kynnir á einni af fjölmörgu útvarpstöðvunum í leiknum. Það er hægt að eyða heilu dögunum bara að hlusta á útvarpsstöðvarnar eða sjónvarpstöðvarnar einar og þættina sem er þar að finna. Þegar þú ert ekki að fara í gegnum söguþráð leiksins eða ótal fjölda aukaverkefna eða hluta sem er hægt að gera í borginni, þarftu að rækta vinasamböndin sem Nico myndar á leið sinni. Til að eiga samskipti við vini þína eða kærustur sem er hægt að eignast í leiknum, þarftu bara að ýta upp á fjarstýringuna og þá smellur upp GSM-sími. Síminn er lífæð Nico í leiknum og í gegnum hann er hægt að fara í verkefni, báta eða götukappakstra, hitta vinina og fara í keilu, pool, á djammið eða bara skella sér á grínklúbb og sjá t.d Ricky Gervais troða upp. Fyrir utan allt þetta er GSM-síminn líka leið inn í fjölspilunarpart leiksins. Allt er þetta gert á auðveldan og snöggan hátt sem tekur þig ekki úr upplifuninni á leiknum. Besti GTA-leikurinnGTA 4 er fyrsti leikurinn í seríunni sem bíður upp á fjölspilun. Hægt er að spila frá 2-16 leikmenn í um 10 mismunandi leikjategundum. Í sumum af þeim eru leikmenn að vinna saman í liðum á móti hverjum öðrum að leysa verkefni, skjóta hvern annan eða keppa í götuakstri. Það sem kannski kemur mest á óvart við allt þetta er að borgin í leiknum er söguviðið og hægt er að fara nær hvert sem þú vilt og á hvaða hátt sem er, og býður það uppá ótrúlega skemmtilegan og fjölbreyttan netspilunarmöguleika. Eftir allan þennan tíma og óendanlega eftirvæntingu og vonir er einhver leið að leikurinn standist væntingar? Stutta svarið er já og meira en svo, leikurinn stendur upp úr sem sá besti í seríunni og skartar persónum sem þér þykir vænt um, sögu og hasar sem er betri en margar Hollywood sumarmyndirnar sem koma hingað á klakann. Grafík og tónlist er með því flottasta sem hefur sést og Euphoria „physics" vélin sem stjórnar öllu umhverfi, hlutum og fólki er eitthvað sem þarf að sjá til að trúa. Þetta er leikur sem endist auðveldlega um 40-80 tíma og meira ef fólk er tilbúið að sökkva sér djúpt í forarpyttinn sem Liberty City er. Foreldrar verða bara að muna að GTA leikirnir hafa ávallt verið fullorðinsleikir og þar af leiðandi bannaðir innan átján ára. Þeir eru ekki beint hæfir fyrir fermingjarbarnið á heimilinu. Aftur á móti þeir sem eru 18 ára og eldri og hafa gaman af hasar og skemmtun ættu ekki að hika að skella sér á þennan leik.Sveinn A. Gunnarsson
Leikjavísir Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira