Lífið

Femínstar funda um McCain og Obama

Barack Obama.
Barack Obama.

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þriðjudaginn 4. nóvmeber og af því tilefni ætlar Femínstafélag Íslands að halda sérstakan fund um kosningarnar.

Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur, mun ræða kosningarnar frá femínsku sjónarmiði enda er þar af nægu að taka, líkt og segir í tilkynningu.

,,Glerþakið í bandarískum stjórnmálum hefur verið enn sterkara en í Evrópu og spila þar ýmsir þættir inn í. Velt verður upp spurningum um femínisma Palin og spurningin endalausa; ,,Er kona alltaf betri fyrir konur?" verður tekin fyrir."

Fundurinn fer fram á efri hæð Sólons og hefst klukkan 20.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.