Erlent

Klóna hund sem getur þefað uppi krabbamein

Suður-Kóreumenn eru nú að klóna japanskan hund sem þjálfaður hefur verið til að þefa uppi krabbamein í mönnum.

Suður Kóreumenn hafa áður klónað fíkniefnahund sem náði miklum árangri í starfi og eru sjö af hvolpum hans nú í þjálfun.

Krabbameinshundurinn er af Labrador-kyni og heitir Marine. Reiknað er með að klónuð afkvæmi hans komi í heiminn í næsta mánuði.

Japaninn sem þjálfaði Marine segir að hundurinn geti fundið með þefskyni sínu hvort viðkomandi sjúklingur þjáist af algengum tegundum krabbameins eins og lungna- og brjóstakrabbameini eða krabbamein i í blöðruhálskyrtli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×