Erlent

Óeirðir vegna hækkunar matvæla

Óli Tynes skrifar
Við forsetahöllina á Haiti.
Við forsetahöllina á Haiti. MYND/AP

Óeirðir vegna gríðarlegra hækkana á verði matvæla eru að breiðast um hin fátækari lönd þriðja heimsins. Í vikunni réðst hungrað fólk á eynni Haiti inn á lóð forsetahallarinnar.

Á meðfylgjandi mynd sjást nokkrir þeirra leita sér skjóls og aðrir flýja, þegar byrjað var að beita skotvopnum.

Það er sérstaklega verð á korni og öðrum landbúnaðarafurðum sem hefur hækkað. Það kemur illa niður á fátæklingum sem lifa fyrst og fremst á slíkum mat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×