Íslenski boltinn

KR-ingar í úrslitin eftir sigur í vítaspyrnukeppni

Elvar Geir Magnússon skrifar

KR-ingar komust í kvöld í úrslitaleik VISA-bikarsins með því að leggja Breiðablik að velli eftir vítaspyrnukeppni. KR-ingar unnu 4-1 í vítakeppninni en Blikar misnotuðu fyrstu tvær spyrnur sínar í henni.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var markalaus en leikurinn var virkilega bragðdaufur þessar 90 mínútur. Í framlengingunni var hinsvegar líf og fjör.

Marel Baldvinsson kom Blikum yfir með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Pétur Marteinsson. Pétur bætti hinsvegar upp fyrir það með því að skora jöfnunarmarkið 1-1 og því farið í vítaspyrnukeppni þar sem Vesturbæjarliðið hafði betur.

Fylgst var með leiknum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má fá nánari upplýsingar um hann á Miðstöð Boltavaktarinnar. Slóðin á hana er visir.is/boltavakt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×