Íslenski boltinn

Mynda­syrpa: Blikar fögnuðu titlinum með að­dá­endum

Sindri Sverrisson skrifar
Damir Muminovic fagnar með stuðningsmönnum sem voru alveg við endalínuna, á bakvið hlið sem sett höfðu verið upp sérstaklega vegna leiksins.
Damir Muminovic fagnar með stuðningsmönnum sem voru alveg við endalínuna, á bakvið hlið sem sett höfðu verið upp sérstaklega vegna leiksins. VÍSIR/VILHELM

Gleðin var við völd hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Breiðabliks í gærkvöld þegar þeir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í fótbolta karla, eftir frábæran 3-0 sigur á Víkingi í Fossvogi.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var að sjálfsögðu á svæðinu og hér að neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem hann tók þegar lokaflautið gall í gær.

Breiðablik endaði þremur stigum fyrir ofan Víking og getur nú státað sig af því að vera Íslandsmeistari bæði karla og kvenna 2024.

Stuðninsgmenn Breiðabliks þustu inn á völlinn eftir að titillinn var í höfn.vísir/Vilhelm

Stuðningsmenn Blika hafa getað fagnað tveimur Íslandsmeistaratitlum í haust, því kvennaliðið varð einnig meistari.vísir/Vilhelm

Oliver Sigurjónsson með gjallarhornið í fögnuðinum eftir leik.vísir/Vilhelm

Stuðningsmenn Blika hafa stutt vel við bakið á sínum mönnum og uppskorið eftir því.VÍSIR/VILHELM

Gleðin var við völd á heimavelli hamingjunnar í gærkvöld, hjá Blikum.VÍSIR/VILHELM

Stuðningsmenn og leikmenn Blika fögnuðu ákaft saman.VÍSIR/VILHELM

Íslandsmeistarar 2024, Breiðablik.VÍSIR/VILHELM

Sigur Breiðabliks var afar sannfærandi í gærkvöld og titillinn verðskuldaður.VÍSIR/VILHELM

Fyrirliðlinn Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn á lofti.VÍSIR/VILHELM


Tengdar fréttir

Hugsuðu út fyrir kassann og bjuggu til ókeypis stúkusæti

Þegar félagarnir Magnús Páll Gunnarsson og Ómar Maack áttuðu sig á því að þeim tækist ekki að verða sér úti um miða á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu þurfti að hugsa út fyrir kassann. Þá kom sér vel að vera með gamlan Land Rover og tryggja sér besta bílastæðið í Víkinni.

„Maður var eiginlega að óska þess að Víkingur myndi ekki tapa“

„Ekkert hik, hlekkjalausir, Dóri og teymið búnir að setja þennan leik upp á tíu og það bara skein frá fyrstu mínútu,“ sagði Íslandsmeistarinn og besti leikmaður tímabilsins, Höskuldur Gunnlaugsson, eftir 3-0 sigur Breiðabliks gegn Víkingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×