Viðskipti erlent

Metverðbólga á evrusvæðinu

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP

Verðbólga mældist 4,0 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði. Þetta er 0,3 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur hún aldrei verið meiri.

Líkt og víða um heim um þessar mundir skýrir verðhækkun á olíu, raforku og matvælum þróunina að mestu.

Breska ríkisútvarpið bendir á í dag, að evrópski seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti í byrjun mánaðar til að binda aftur verðbólgudrauginn. Stýrivextir á svæðinu standa nú í 4,25 prósentum.

Fjármálasérfræðingar telja líkur á að bankinn muni hækka stýrivexti í tvígang til að koma verðbólgu niður, í haust og aftur í byrjun næsta árs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×