Einn leikur var í Landsbankadeild kvenna í kvöld en hann bauð ekki upp á mikla spennu. Topplið Vals tók Keflavík í kennslustund að Hlíðarenda og vann 9-0 sigur.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö af mörkunum en samkvæmt Fótbolta.net þá skoruðu Rakel Logadóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Dóra María Lárusdóttir, Katrín Jónsdóttir, Sophia Mundy, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Sif Atladóttir eitt hver.
Valur er með 42 stig í efsta sætinu, níu stiga forystu á KR sem á leik til góða. Keflavík er í þriðja neðsta sæti, stigi á undan Fjölni sem er í fallsæti. Á morgun eru fjórir leikir á dagskrá í Landsbankadeild kvenna.
Leikir á miðvikudag:
18:00 Þór/KA - Fjölnir
19:15 HK/Víkingur - Afturelding
19:15 Stjarnan - KR
19:15 Fylkir-Breiðablik