Lífið

Baráttukveðjur í Smáralindinni

Hljómsveitin Mammút er á meðal þeirra sem koma fram. Mynd/ Stefán.
Hljómsveitin Mammút er á meðal þeirra sem koma fram. Mynd/ Stefán.
Á morgun klukkan fjögur verða haldnir skemmtilegir tónleikar í Smáralindinni undir yfirskriftinni Baráttukveðjur, en þar koma fram landsþekktar hljómsveitir á borð við Mammút og Agent Fresco.

Tildrög tónleikanna eru þau að tónlistarmaðurinn Ká Eff Bé, eða Kristinn F. Birgisson, samdi lag til kærustu sinnar sem glímt hefur við heilakrabbamein síðustu 5 ár. Hann og félagi hans Ástþór Óðinn, sem sjálfur missti móður sína fyrir nokkrum árum vegna krabbameins, ákváðu þá að efna til tónleika. Krabbameinsfélagið hefur stutt þá í þessu.

Allir sem koma fram á tónleikunum gera það án endurgjalds, frá húsnæði og tæknifólki til tónlistarfólks, og er ætlunin að stappa í fólk stálinu, að minna það á að peningar eru ekki allt, heldur er lífið sjálft ótrúlega mikils virði. Þá vilja þeir styðja við bakið á fólki sem á erfitt og sérstaklega þeirra sem kljást við krabbamein og senda því Baráttukveðjur til allra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.