Fékk að kenna á snilli Bobbys Fischer 18. janúar 2008 11:54 Friðrik Ólafsson segir sorglegt að einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar sé fallinn frá. MYND/Stefán Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. „Maður er hálfsleginn en hann var búinn að veikur undanfarið ár og þau veikindi voru það alvarleg að honum tókst ekki að vinna bug á þeim," segir Friðrik. Leiðir Fischers og Friðriks lágu fyrst saman á millisvæðaskákmóti í gömlu Júgóslavíu. „Þá var Fischer 15 ára og ég 22. Hann hafði orðið skákmeistari Bandaríkjanna árið áður, aðeins 14 ára gamall," segir Friðrik. „Það má segja að við höfum fylgst að á sjötta og sjöunda áratugnum og ég gat fylgst vel með hans framförum sem voru stórstígar og glæsilegar. Við vorum báðir að reyna að verða heimsmeistarar og ég fékk að kenna annað slagið á snilli hans," segir Friðrik en segir aðspurður að honum hafi tvisvar tekist að leggja Fischer. Einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar Aðspurður um áhrif Fischers á skákheiminn segir Friðrik að þau hafi verið gífurleg. „Menn telja hann vera einn af höfuðsnillingum skáksögunnar en svo er það spurning hvort hann hafi verið sá allra besti. Í mínum huga er óhætt að segja að hann hafi verið það," segir Friðrik. Hann segir að Fischer hafi tekið mestum framförum á sjöunda áratug síðustu aldar. „Svo vinnur hann sér áskorunarrétt gegn Spasskí árið 1971 og endapunkturinn á því var hið glæsilega einvígi þeirra á Íslandi árið 1972. Ég tel að Íslendingar geti verið hreyknir af því hafa haldið það einvígi og orðið vitni að hans glæsilegu frammistöðu," segir Friðrik. Friðrik segir að samband hans við Fischer hafi rofnað eftir að hann varð heimsmeistari. „Þá dró hann sig í hlé og hætti að tefla. Það náðist ekki saman með honum og Karpov um einvígi árið 1975 þannig að Karpov varð heimsmeistari án þess að tefla" segir Friðrik. Friðrik segist svo hafa hitt Fischer af og til eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari árið 2005. Hins vegar hafi Fischer glímt við erfið veikindi undanfarið ár og hann sé hálfsleginn yfir fráfalli hans. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Friðrik Ólafsson stórmeistari og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands segir fráfall Bobbys Fischer sorgleg tíðindi. Friðrik segist nokkrum sinnum hafa fengið að kenna á snilli Fischers og telur hann einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar. „Maður er hálfsleginn en hann var búinn að veikur undanfarið ár og þau veikindi voru það alvarleg að honum tókst ekki að vinna bug á þeim," segir Friðrik. Leiðir Fischers og Friðriks lágu fyrst saman á millisvæðaskákmóti í gömlu Júgóslavíu. „Þá var Fischer 15 ára og ég 22. Hann hafði orðið skákmeistari Bandaríkjanna árið áður, aðeins 14 ára gamall," segir Friðrik. „Það má segja að við höfum fylgst að á sjötta og sjöunda áratugnum og ég gat fylgst vel með hans framförum sem voru stórstígar og glæsilegar. Við vorum báðir að reyna að verða heimsmeistarar og ég fékk að kenna annað slagið á snilli hans," segir Friðrik en segir aðspurður að honum hafi tvisvar tekist að leggja Fischer. Einn af höfuðsnillingum skáklistarinnar Aðspurður um áhrif Fischers á skákheiminn segir Friðrik að þau hafi verið gífurleg. „Menn telja hann vera einn af höfuðsnillingum skáksögunnar en svo er það spurning hvort hann hafi verið sá allra besti. Í mínum huga er óhætt að segja að hann hafi verið það," segir Friðrik. Hann segir að Fischer hafi tekið mestum framförum á sjöunda áratug síðustu aldar. „Svo vinnur hann sér áskorunarrétt gegn Spasskí árið 1971 og endapunkturinn á því var hið glæsilega einvígi þeirra á Íslandi árið 1972. Ég tel að Íslendingar geti verið hreyknir af því hafa haldið það einvígi og orðið vitni að hans glæsilegu frammistöðu," segir Friðrik. Friðrik segir að samband hans við Fischer hafi rofnað eftir að hann varð heimsmeistari. „Þá dró hann sig í hlé og hætti að tefla. Það náðist ekki saman með honum og Karpov um einvígi árið 1975 þannig að Karpov varð heimsmeistari án þess að tefla" segir Friðrik. Friðrik segist svo hafa hitt Fischer af og til eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari árið 2005. Hins vegar hafi Fischer glímt við erfið veikindi undanfarið ár og hann sé hálfsleginn yfir fráfalli hans.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira