Cleveland vann í San Antonio 18. janúar 2008 09:27 LeBron James var óstöðvandi í San Antonio í nótt NordicPhotos/GettyImages Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar. Cleveland liðið vann þarna þriðja sigur sinn í röð en forðaði sér naumlega frá því að lenda í framlengingu í þriðja leik sínum af síðustu fjórum. Manu Ginobili hafði tækifæri til að jafna leikinn fyrir San Antonio í lokin en klikkaði. LeBron James skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, Zydrunas Ilgauskas skoraði 17 stig og Anderson Varejao skoraði 12 stig og hirti 14 fráköst. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 31 stig, Tony Parker skoraði 23 stig og Tim Duncan var með 20 stig og hirti 11 fráköst. Bauluðu á Brown Phoenix endurheimti toppsætið í Vesturdeildinni á ný með góðum 106-98 útisigri á LA Lakers, en Lakers-liðið hafði unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst, Boris Diaw skoraði 19 stig og Steve Nash var með 20 stoðsendingar í liði Phoenix. Þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Kobe Bryant var atkvæðamestur heimamanna með 30 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og jafnaði persónulegt met sitt með 19 fráköstum. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum eftir leikinn var hinsvegar miðherjinn Kwame Brown hjá Lakers, en áhorfendur í Staples Center bauluðu á hann allan síðari hálfleikinn eftir að hann klúðraði opinni troðslu þriðja leikhlutanum og tapaði fjórum af sjö boltum sínum í leiknum. Kobe Bryant var ekki sáttur við viðbrögð áhorfenda. "Þetta var hræðilegt og ef áhorfendur ætla að haga sér svona er betra fyrir þá að vera heldur heima hjá sér. Kwame er viðkvæmur náungi og ef þú baular á hann, gerir það ekkert annað en að brjóta hann niður. Ég er búinn að tala við hann og ég styð hann - hann verður betri í næsta leik," sagði Bryant. Brown yfirgaf Staples Center án þess að ræða við blaðamenn, en hann fær nú það hlutverk að leysa hinn meidda Andrew Bynum af hólmi. Linas Kleiza fór á kostum með Denver í nóttNordicPhotos/GettyImages Metin féllu í Denver Denver vann mikilvægan heimasigur á keppinautum sínum í Norðvesturriðlinum, Utah Jazz 120-109. Litháinn Linas Kleiza hjá Denver átti sinn besta leik á ferlinum þegar hann skoraði 41 stig fyrir heimamenn og hirti 9 fráköst eftir að hafa fengið sæti í byrjunarliðinu í stað Kenyon Martin. "Nú hef ég náð að skora 40 stig á stóra sviðinu. Þetta var sérstakt kvöld og ég á aldrei eftir að gleyma því. Ég vissi að þetta yrði sérstakt kvöld eftir fyrri hálfleikinn," sagði Keiza, sem skoraði 27 stig og var aðeins tveimur stigum frá meti sínu í fyrri hálfleiknum einum saman. Hann var ekki eini Denver leikmaðurinn sem setti persónulegt met í leiknum því miðherjinn Marcus Camby skoraði 24 stig og jafnaði persónuleg met með 24 fráköstum og 11 vörðum skotum. Hann varð aðeins þriðji maðurinn síðan byrjað var að skrá varin skoti í NBA til að hirða 24 fráköst og verja 11 skot í einum leik. Þetta var jafnframt áttundi leikurinn í vetur þar sem Camby hirðir yfir 20 fráköst. Allen Iverson var líka góður í liði Denver og skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar og Carmelo Anthony skoraði 23 stig. Deron Williams var skárstur í slöku liði gestanna með 23 stig og 12 stoðsendingar og Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar. Cleveland liðið vann þarna þriðja sigur sinn í röð en forðaði sér naumlega frá því að lenda í framlengingu í þriðja leik sínum af síðustu fjórum. Manu Ginobili hafði tækifæri til að jafna leikinn fyrir San Antonio í lokin en klikkaði. LeBron James skoraði 27 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland, Zydrunas Ilgauskas skoraði 17 stig og Anderson Varejao skoraði 12 stig og hirti 14 fráköst. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 31 stig, Tony Parker skoraði 23 stig og Tim Duncan var með 20 stig og hirti 11 fráköst. Bauluðu á Brown Phoenix endurheimti toppsætið í Vesturdeildinni á ný með góðum 106-98 útisigri á LA Lakers, en Lakers-liðið hafði unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Leandro Barbosa skoraði 22 stig, Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 16 fráköst, Boris Diaw skoraði 19 stig og Steve Nash var með 20 stoðsendingar í liði Phoenix. Þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Kobe Bryant var atkvæðamestur heimamanna með 30 stig og Lamar Odom skoraði 19 stig og jafnaði persónulegt met sitt með 19 fráköstum. Aðalumræðuefnið á blaðamannafundinum eftir leikinn var hinsvegar miðherjinn Kwame Brown hjá Lakers, en áhorfendur í Staples Center bauluðu á hann allan síðari hálfleikinn eftir að hann klúðraði opinni troðslu þriðja leikhlutanum og tapaði fjórum af sjö boltum sínum í leiknum. Kobe Bryant var ekki sáttur við viðbrögð áhorfenda. "Þetta var hræðilegt og ef áhorfendur ætla að haga sér svona er betra fyrir þá að vera heldur heima hjá sér. Kwame er viðkvæmur náungi og ef þú baular á hann, gerir það ekkert annað en að brjóta hann niður. Ég er búinn að tala við hann og ég styð hann - hann verður betri í næsta leik," sagði Bryant. Brown yfirgaf Staples Center án þess að ræða við blaðamenn, en hann fær nú það hlutverk að leysa hinn meidda Andrew Bynum af hólmi. Linas Kleiza fór á kostum með Denver í nóttNordicPhotos/GettyImages Metin féllu í Denver Denver vann mikilvægan heimasigur á keppinautum sínum í Norðvesturriðlinum, Utah Jazz 120-109. Litháinn Linas Kleiza hjá Denver átti sinn besta leik á ferlinum þegar hann skoraði 41 stig fyrir heimamenn og hirti 9 fráköst eftir að hafa fengið sæti í byrjunarliðinu í stað Kenyon Martin. "Nú hef ég náð að skora 40 stig á stóra sviðinu. Þetta var sérstakt kvöld og ég á aldrei eftir að gleyma því. Ég vissi að þetta yrði sérstakt kvöld eftir fyrri hálfleikinn," sagði Keiza, sem skoraði 27 stig og var aðeins tveimur stigum frá meti sínu í fyrri hálfleiknum einum saman. Hann var ekki eini Denver leikmaðurinn sem setti persónulegt met í leiknum því miðherjinn Marcus Camby skoraði 24 stig og jafnaði persónuleg met með 24 fráköstum og 11 vörðum skotum. Hann varð aðeins þriðji maðurinn síðan byrjað var að skrá varin skoti í NBA til að hirða 24 fráköst og verja 11 skot í einum leik. Þetta var jafnframt áttundi leikurinn í vetur þar sem Camby hirðir yfir 20 fráköst. Allen Iverson var líka góður í liði Denver og skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar og Carmelo Anthony skoraði 23 stig. Deron Williams var skárstur í slöku liði gestanna með 23 stig og 12 stoðsendingar og Carlos Boozer skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira