Viðskipti innlent

Teymi og Bakkavör ein á uppleið

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.

Gengi bréfa í Teymi og Bakkavör var það eina sem hækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Félögin eru jafnframt þau einu sem greiningardeild Glitnis mælti með að fjárfestar keyptu í vikunni.

Skömmu síðar hækkaði gengi Kaupþings um 0,13 prósent.

Gengi annarra félaga hefur hins vegar lækkað, mest í FL Group, sem hefur farið niður um 1,84 prósent. Gengi bréfa í félaginu hækkaði mest í gær, eða um 3,33 prósent.

Úrvalslvísitalan hefur lækkað um 0,42 prósent í dag sem er nokkuð í samræmi við þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Markaðir erlendis fóru niður í byrjun dags en hafa jafnað sig lítillega eftir því sem lengra hefur liðið á viðskiptadaginn. Vísitalan stendur í 5.496 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×