Fjölskylduböndin sterk hjá Massa og Hamilton 31. október 2008 04:14 Lewis Hamilton og Felipe Massa berjast um titilinn um helgina, en David Couthard keppir í síðasta Formúlu 1 mótinu á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Kapparnir tveir sem keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 eiga það sameiginlegt að fjölskyldur þeirra hafa staðið að baki þeim gegnum súrt og sætt. Bæði Lewis Hamilton og Felipe Massa hafa keppt i akstursíþróttum frá unga aldri og enn þann daginn í dag ferðast fjölskyldur þeirra með þeim víða um allan heim, þegar þeir keppa í kappakstri. Massa mun njóta þess að vera á heimavelli á Interlagos brautinni í Brasilíu þar sem þeir keppa til úrslita um meistaratitilinn. Hamilton er í sterkari stöðu þar sem hann hefur sjö stiga forskot. "Fjölskylda hefur alltaf verið mér mikilvæg og hefur fylgt mér frá því ég var að keppa í kart kappakstri sem polli. Ég tel að það sé ákaflega mikilvægt að einkalífið sé traust og fjölskylduböndins sterk, svo árangur náist í vinnunni. Sama hvað fólk fæst við. Ég fer þó ekkert sérlega vel að ráðum móður minnar sem er alltaf að reyna að hægja á mér", sagði Massa. Besti vinur hans er Robert Smedley sem er jafnframt aðal tæknimaður hans í mótum hjá Ferrari. Faðir Hamilton er jafnframt umboðsmaður hans. Anthony mætir á öll mót og gætir þess að sonurinn líði engan skort, innan eða utan brautar. "Það er augljóst að ég er alltaf með fjölskylduna með mér og finn fyrir stuðning þeirra. Þau hafa lagt mikið á sig svo ég gæti staðið í þeim sporum sem ég er í. Án þeirra hefði ég ekki náð svona langt", sagði Hamilton. Báðir eru hrifnir af Intgerlagos brautinni, en Massa var nánast alinn upp á brautinni á sínum yngri árum og sendist með mat á mótsstað áður en hann komst til vegs og virðingar innan Formúlu 1. Fyrstu æfingar keppnisliða eru í dag og verða æfingarnar tvær í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.55 og 15.55. Þrumuveðri er spáð fyrir kappaksturinn á sunnudag og blikur verða á lofti hvað veður varðar alla helgina. Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Kapparnir tveir sem keppa til úrslita um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 eiga það sameiginlegt að fjölskyldur þeirra hafa staðið að baki þeim gegnum súrt og sætt. Bæði Lewis Hamilton og Felipe Massa hafa keppt i akstursíþróttum frá unga aldri og enn þann daginn í dag ferðast fjölskyldur þeirra með þeim víða um allan heim, þegar þeir keppa í kappakstri. Massa mun njóta þess að vera á heimavelli á Interlagos brautinni í Brasilíu þar sem þeir keppa til úrslita um meistaratitilinn. Hamilton er í sterkari stöðu þar sem hann hefur sjö stiga forskot. "Fjölskylda hefur alltaf verið mér mikilvæg og hefur fylgt mér frá því ég var að keppa í kart kappakstri sem polli. Ég tel að það sé ákaflega mikilvægt að einkalífið sé traust og fjölskylduböndins sterk, svo árangur náist í vinnunni. Sama hvað fólk fæst við. Ég fer þó ekkert sérlega vel að ráðum móður minnar sem er alltaf að reyna að hægja á mér", sagði Massa. Besti vinur hans er Robert Smedley sem er jafnframt aðal tæknimaður hans í mótum hjá Ferrari. Faðir Hamilton er jafnframt umboðsmaður hans. Anthony mætir á öll mót og gætir þess að sonurinn líði engan skort, innan eða utan brautar. "Það er augljóst að ég er alltaf með fjölskylduna með mér og finn fyrir stuðning þeirra. Þau hafa lagt mikið á sig svo ég gæti staðið í þeim sporum sem ég er í. Án þeirra hefði ég ekki náð svona langt", sagði Hamilton. Báðir eru hrifnir af Intgerlagos brautinni, en Massa var nánast alinn upp á brautinni á sínum yngri árum og sendist með mat á mótsstað áður en hann komst til vegs og virðingar innan Formúlu 1. Fyrstu æfingar keppnisliða eru í dag og verða æfingarnar tvær í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.55 og 15.55. Þrumuveðri er spáð fyrir kappaksturinn á sunnudag og blikur verða á lofti hvað veður varðar alla helgina.
Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira