Erlent

Hlýtt og þurrt sumar í vændum

Óli Tynes skrifar
Sólin brosir við Dönum í sumar.
Sólin brosir við Dönum í sumar.

Sumarið verður frábært. Allavega fyrir þá sem eru hrifnir af þurru, hlýju og sólríku sumri. Sérfræðingar eru sammála um að sumrið verði óvenju hlýtt.

Spáð er að meðalhitinn í apríl til september verði 1,4 gráðum hærri en í meðalári. Til samanburðar má geta þess að ef meðalhitinn hækkaði um 2 gráður yrði sumarið það heitasta í 150 ár.

Það á einnig að vera sólríkara en í meðalári. Var ég búinn að segja að þessi spá gildir fyrir Danmörku?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×