Erlent

Hefur sent yfir 70 þúsund myndir af yfirborði Mars

MYND/AP

Könnunarfarið Orbiter hefur sent yfir 700.000 ljósmyndir af yfirborði Mars til bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.

Mars Reconnaissance Orbiter, eins og farið heitir fullu nafni, hefur sent tæplega 27 terabæti af gögnum til NASA og eru ljósmyndirnar orðnar 718.000. Til samanburðar má geta þess að harður diskur sæmilega öflugrar fartölvu geymir gjarnan á bilinu 40 - 80 gígabæti en eitt terabæti er þúsundfalt gígabæti.

Þetta er meira magn af gögnum en allt til samans sem áður hefur verið sent utan úr geimnum, að minnsta kosti af völdum jarðarbúa. Alfred McEwen hjá NASA segir að ef hann sýndi hverja mynd í 10 sekúndur tæki það hann um fjögur ár að sýna allar myndirnar. Margar myndanna eru mjög skýrar og greinargóðar og má þar auðveldlega koma auga á fínustu misfellur á yfirborði Mars og nánast telja kristallana í ísbreiðunum sem þekja stóran hluta yfirborðsins.

Það segir kannski meira um stærð Mars en gagnamagn myndanna að þær sýna innan við fjóra fimmtu hluta af einu prósenti yfirborðs plánetunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×