Erlent

Fólk rekið heim í Burma

Háttsettur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Búrma segir að ekki sé hægt að sætta sig við að stjórnvöld neyði fólk, sem flúið hefur af flóðasvæðum, til að fara aftur heim.

Átta flóttamannabúðir, sem stjórnvöld komu upp eftir flóðin, eru nú tómar. Fréttir hafa borist af því að fólki í þessum búðum hafi verið þröngvað til að fara aftur heim.

Víða á flóðasvæðunum er enn skelfilegt ástand, húsin farin, salernisaðstaða engin og mikill skortur á drykkjarvatni og mat. Hjálparstarfsmenn segja að ekki sé hægt að réttlæta það að fólk fari aftur til síns heima öðruvísi en sjálfviljugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×