Sala á Woolworths í skoðun 19. nóvember 2008 08:49 Verið er að skoða sölu á smásöluhluta bresku verslanakeðjunni Woolworths. Mögulegt er að breska félagið Hilco Retail Investment kaupi verslunina á eitt pund, að sögn breska dagblaðsins Guardian. Viðskipti voru stöðvuð með bréf verslunarinnar í bresku kauphöllinni í dag. Í tilkynningu sem stjórn Woolworths sendi frá sér í dag segir að hún staðfesti að viðræður séu á fyrstu stigum um tilboð sem hafi borist í reksturinn. Ekki sé þó hægt að staðfesta að því verði tekið. Baugur á rúman tólf prósenta hlut í Woolworths og hefur ítrekað þrýst á uppstokkun í rekstrinum með það fyrir augum að bæta hallarekstur. Meðal annars skammaði Jón Ásgeir Jóhannesson, þá forstjóri Baugs, stjórnendur verslunarinnarinnar opinberlega á síðum Financial Times í apríl í fyrra. Þá gerðu Malcolm Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland, og Baugur saman tilboð í smásöluhluta Woolworths síðla sumars. Um var að ræða kaup á 800 verslunum keðjunnar. Málið mun hafa fengið ágætan meðbyr innan stjórnar Woolworths en vísað út af borðinu þegar fregnir af því láku í fjölmiðla. Þá þóttu kaupin fela í sér mikla uppstokkun á rekstrinum. Rekstur Woolworths hefur ekki gengið sem skildi í nokkur ár og var versluninni líkt við risaeðlu í útrýmingarhættu fyrr á þessu ári. Þar var Trevor Bish-Jones, fyrrverandi forstjóra, kennt um. Nýr forstjóri tók við skútunni í september. Hann hafði aðeins setið í forstjórastólnum í hálfan mánuð þegar hann lýsti því yfir að óstjórn væri á rekstrinum, sem hefði skilað hundrað milljóna punda tapi á fyrri hluta árs.Hilco, sem Guardian segir sérfræðinga í uppstokkun á rekstri fyrirtækja, hefur áður komið að málum hjá Baugi en félagið keypti rekstur bresku fatakeðjunnar MK One af Baugi í maí. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verið er að skoða sölu á smásöluhluta bresku verslanakeðjunni Woolworths. Mögulegt er að breska félagið Hilco Retail Investment kaupi verslunina á eitt pund, að sögn breska dagblaðsins Guardian. Viðskipti voru stöðvuð með bréf verslunarinnar í bresku kauphöllinni í dag. Í tilkynningu sem stjórn Woolworths sendi frá sér í dag segir að hún staðfesti að viðræður séu á fyrstu stigum um tilboð sem hafi borist í reksturinn. Ekki sé þó hægt að staðfesta að því verði tekið. Baugur á rúman tólf prósenta hlut í Woolworths og hefur ítrekað þrýst á uppstokkun í rekstrinum með það fyrir augum að bæta hallarekstur. Meðal annars skammaði Jón Ásgeir Jóhannesson, þá forstjóri Baugs, stjórnendur verslunarinnarinnar opinberlega á síðum Financial Times í apríl í fyrra. Þá gerðu Malcolm Walker, forstjóri matvörukeðjunnar Iceland, og Baugur saman tilboð í smásöluhluta Woolworths síðla sumars. Um var að ræða kaup á 800 verslunum keðjunnar. Málið mun hafa fengið ágætan meðbyr innan stjórnar Woolworths en vísað út af borðinu þegar fregnir af því láku í fjölmiðla. Þá þóttu kaupin fela í sér mikla uppstokkun á rekstrinum. Rekstur Woolworths hefur ekki gengið sem skildi í nokkur ár og var versluninni líkt við risaeðlu í útrýmingarhættu fyrr á þessu ári. Þar var Trevor Bish-Jones, fyrrverandi forstjóra, kennt um. Nýr forstjóri tók við skútunni í september. Hann hafði aðeins setið í forstjórastólnum í hálfan mánuð þegar hann lýsti því yfir að óstjórn væri á rekstrinum, sem hefði skilað hundrað milljóna punda tapi á fyrri hluta árs.Hilco, sem Guardian segir sérfræðinga í uppstokkun á rekstri fyrirtækja, hefur áður komið að málum hjá Baugi en félagið keypti rekstur bresku fatakeðjunnar MK One af Baugi í maí.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira