Lífið

Aðdáendaklúbbur Færeyinga stofnaður

Aðdáendaklúbbur Færeyinga hefur verið stofnaður á tengslasíðunni Facebook. Rúmlega níu hundruð manns hafa skráð sig og þar með lýst yfir aðdáun sinni á bræðrum okkar í Færeyjum.

Færeyingar urðu í vikunni eins og flestir vita fyrstir þjóða til að veita Íslendingum gjaldeyrislán. Lánið var upp á 300 milljónir danskra króna, eða sem samsvarar rúmum sex milljörðum króna. Þó lánið sé ekki nema dropi í skuldahafið íslenska, eru það engir smáaurar fyrir litla þjóð eins og Færeyjar. Blaðamönnum færeyska blaðsins Dimmalætting reiknaðist svo til að miðað við höfðatölu væri lánið sambærilegt við það að Danir lánuðu okkur 30 milljarða danskra króna, eða sem samsvarar 613 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.