Innlent

Einn laus úr haldi í fíkniefnaframleiðslumáli

MYND/Stöð 2

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur látið einn þremenninganna sem handteknir voru í tengslum við rannsókn á fíkniefnaverksmiðju í Hafnarfirði lausan.

Maðurinn, sem er á þrítugsaldri, var handtekinn á Keflavíkurflugvelli daginn sem lögregla upprætti fíkniefnaverksmiðjuna og var úrskurðaður í varðhald til 30. október. Það var svo framlengt um tvær vikur og átti það að renna út 13. nóvember. Hann er hins vegar laus úr haldi að sögn lögreglu sem tilgreinir ekki ástæðurnar.

Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar vegna málsins, Tindur Jónsson og Jónas Ingi Ragnarsson, en þeir voru báðir á reynslulausn vegna fyrri dóma. Tindur vegna alvarlegrar líkamsárásar með sveðju og Jónas Ingi vegna aðildar sinnar að líkfundarmálinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×