IMF og stórslysa-kapítalisminn 21. október 2008 06:00 Árni Daníel Júlíusson skrifar um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn Kanadíska blaðakonan Naomi Klein hefur skrifað bók sem heitir The Shock Doctrine: The Rise of Disaster Capitalism. Bókin fjallar um það hvernig nýfrjálshyggjumenn og stofnanir þeirra eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýta sér stórslys og stóráföll af ýmsu tagi til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Meðal dæma sem hún nefnir eru einkavæðing skólakerfisins í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina hafði lagt borgina í eyði, einkavæðing og einkavinavæðing Bandaríkjanna á efnahagskerfinu í Írak eftir innrásina 2003, frjálshyggjutilraunin í Chile eftir morðið á Salvador Alliende 11. september 1973 o.fl. o.fl. Sameiginlegt þessum dæmum er að þeir sem ástunda nýfrjálshyggju af þessu tagi leita uppi svæði, aðstæður og lönd þar sem efnahagskerfið hefur orðið fyrir svo miklu áfalli að auðvelt er að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Eitt af bestu dæmum um framkvæmd slíkrar stefnuskrár er líklega Rússland eftir fall Sovétríkjanna. Nýfrjálshyggjumenn fengu þar frítt spil og komu stefnuskrá sinni í framkvæmd. Velferðarkerfi sósíalismans var tekið niður og eignir ríkisins afhentar örfáum ólígörkum á silfurfati. Fámenn yfirstétt ræður nú ríkjum í Rússlandi og stjórnar með harðri hendi. Hér ætla nú Íslendingar að leita aðstoðar eftir sitt eigið efnahagslega stórslys. Rússar sjá sér leik á borði, þeir þekkja hvað hægt er að gera við slíkar aðstæður. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir fyrir einbeitta og sniðuga menn. Annað mjög gott dæmi er „aðstoð“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við lönd í Austur-Asíu eftir fjármálakreppu þar um slóðir árið 1997. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýtt sér aðstæður þar sem stjórnvöld og almenningur voru í sjokki eftir fjármálahrun á verðbréfamörkuðum og heimtuðu „umbætur“ í anda nýfrjálshyggjunnar. „Umbætur“ þessar kostuðu Austur-Asíubúa enn meira en fjármálakreppan sjálf og Naomi Klein notar aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vandanum í Austur-Asíu 1997 sem enn eitt dæmi um það hvernig nýfrjálshyggjumenn nýta sér áföll af ýmsu tagi til að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Það verður að segjast að líkurnar á því að aðstoð frá aðilum sem þeim sem Íslendingar eru núna að reyna að biðja um hjálp í vandræðum sínum er ekki líkleg til að reynast raunveruleg aðstoð. Langlíklegast að bæði Rússar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni reyna að fiska í gruggugu vatni hins efnahagslega stórslyss sem Íslendingar hafa orðið fyrir. „Aðstoðin“ gæti því orðið til að gera illt verra. Best væri að bíða átekta um sinn og sjá hverju fram vindur í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, byggja upp nýjar bankastofnanir og koma á gjaldeyrisviðskiptum í gegn um þær. Við eigum að hafa gjaldeyrisvaraforða til níu mánaða, eftir því sem Seðlabankinn segir, svo ekkert virðist liggja á. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árni Daníel Júlíusson skrifar um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn Kanadíska blaðakonan Naomi Klein hefur skrifað bók sem heitir The Shock Doctrine: The Rise of Disaster Capitalism. Bókin fjallar um það hvernig nýfrjálshyggjumenn og stofnanir þeirra eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýta sér stórslys og stóráföll af ýmsu tagi til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Meðal dæma sem hún nefnir eru einkavæðing skólakerfisins í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina hafði lagt borgina í eyði, einkavæðing og einkavinavæðing Bandaríkjanna á efnahagskerfinu í Írak eftir innrásina 2003, frjálshyggjutilraunin í Chile eftir morðið á Salvador Alliende 11. september 1973 o.fl. o.fl. Sameiginlegt þessum dæmum er að þeir sem ástunda nýfrjálshyggju af þessu tagi leita uppi svæði, aðstæður og lönd þar sem efnahagskerfið hefur orðið fyrir svo miklu áfalli að auðvelt er að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Eitt af bestu dæmum um framkvæmd slíkrar stefnuskrár er líklega Rússland eftir fall Sovétríkjanna. Nýfrjálshyggjumenn fengu þar frítt spil og komu stefnuskrá sinni í framkvæmd. Velferðarkerfi sósíalismans var tekið niður og eignir ríkisins afhentar örfáum ólígörkum á silfurfati. Fámenn yfirstétt ræður nú ríkjum í Rússlandi og stjórnar með harðri hendi. Hér ætla nú Íslendingar að leita aðstoðar eftir sitt eigið efnahagslega stórslys. Rússar sjá sér leik á borði, þeir þekkja hvað hægt er að gera við slíkar aðstæður. Möguleikarnir eru ótakmarkaðir fyrir einbeitta og sniðuga menn. Annað mjög gott dæmi er „aðstoð“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við lönd í Austur-Asíu eftir fjármálakreppu þar um slóðir árið 1997. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nýtt sér aðstæður þar sem stjórnvöld og almenningur voru í sjokki eftir fjármálahrun á verðbréfamörkuðum og heimtuðu „umbætur“ í anda nýfrjálshyggjunnar. „Umbætur“ þessar kostuðu Austur-Asíubúa enn meira en fjármálakreppan sjálf og Naomi Klein notar aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að vandanum í Austur-Asíu 1997 sem enn eitt dæmi um það hvernig nýfrjálshyggjumenn nýta sér áföll af ýmsu tagi til að koma stefnuskrá nýfrjálshyggjunnar í framkvæmd. Það verður að segjast að líkurnar á því að aðstoð frá aðilum sem þeim sem Íslendingar eru núna að reyna að biðja um hjálp í vandræðum sínum er ekki líkleg til að reynast raunveruleg aðstoð. Langlíklegast að bæði Rússar og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni reyna að fiska í gruggugu vatni hins efnahagslega stórslyss sem Íslendingar hafa orðið fyrir. „Aðstoðin“ gæti því orðið til að gera illt verra. Best væri að bíða átekta um sinn og sjá hverju fram vindur í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, byggja upp nýjar bankastofnanir og koma á gjaldeyrisviðskiptum í gegn um þær. Við eigum að hafa gjaldeyrisvaraforða til níu mánaða, eftir því sem Seðlabankinn segir, svo ekkert virðist liggja á. Höfundur er sagnfræðingur.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun