Innlent

Gæslan var á undan handboltahetjunum

Óli Tynes skrifar

Þegar Ólympíuliðið í handbolta veitti Fálkaorðum sínum móttöku á Bessastöðum á miðvikudag var haft orð á því að þetta væri í fyrsta skipti sem liðsheild væri veitt þessi orða.

Það er alveg rétt, hvað íþróttir varðar. Hinsvegar hafa áður fleiri en einn maður fengið Fálkaorðuna fyrir vinnu að einu og sama verkefni.

Þegar 200 mílna landhelgisstríðinu lauk voru átta skipherrar Landhelgisgæslunnar sæmdir Fálkaorðunni.

Það voru þeir Guðmundur Kjærnested, Gunnar Ólafsson, Sigurður Þ. Árnason, Þröstur Sigtryggsson, Helgi Hallvarðsson, Bjarni Helgason, Höskuldur Skarphéðinsson og Sigurjón Hannesson.

Gæslan var því á undan silfurdrengjunum í liðsheildinni. En líklega þykir strákunum okkar þeir vera í góðum félagsskap.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×