Innlent

Bíræfni bílþjófurinn stöðvaður í Borgarnesi

Bíllinn er af gerðinn Volkswagen Golf árgerð 2003 og er skráningarnúmer hans JY-409
Bíllinn er af gerðinn Volkswagen Golf árgerð 2003 og er skráningarnúmer hans JY-409

Vísir sagði í gær frá manni sem heimsótti Bílahúsið í Reykjanesbæ á laugardaginn. Þáði hann kakó, köku og fékk að reynsluaka silfurlituðum Volkswagen Golf.

Var maðurinn hinn viðmótlegasti en bílnum hefur hann enn ekki skilað. Guðni Daníelsson, framkvæmdarstjóri Bílahúss, segist hafa fengið mikil viðbrögð í kjölfar fréttar Vísis í gær og sést hafi til bílþjófsins víða um land. Lögreglan í Borgarnesi hafði svo uppi á manninum fyrir stundu.

„Við fengum mikil viðbrögð. Það hefur sést til hans á Akranesi , Hvolsvelli og Laugarvatni. Einnig hafa nokkrir aðilar í Reykjavík haft samband, hann virðist samt alltaf vera feti á undan," segir Guðni sem veit vel hver maðurinn er.

Hann hafi þó verið að villa á sér heimilidir með skilríkjum sem hann stal úr veski. „Hann hefur þóst vera einhver Stefán og hefur farið víða á því nafni."

Guðni segir að Bílahöllin hafi haft samband við sig en sami maður hefur stolið einum bíl frá þeim. „Hann fer víst nokkuð vel með bílana, fyrir utan það að hann reykir í þeim."

Eins og fyrr segir stöðvaði lögreglan í Borgarnesi manninn fyrr í dag og verður hann fluttur til Reykjavíkur í yfirheyrslur.

Guðni hafði lofað fundarlaunum og aðspurður hvort lögreglan fái þau segir hann: „Þeir geta komið til mín og fengið kakó."










Tengdar fréttir

Þáði kakó og stal bíl

Víða er hægt að gera kostakaup á bílum þessa dagana. Það dugði þó ekki manni sem kom til að skoða bíla hjá Bílahúsinu á Laugardag. Hann vildi fá sinn frítt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×