Þröstur lagður í einelti vegna Eddu-verðlaunanna 6. nóvember 2008 05:15 Ólafur Darri og Jóhann Sigurðarson ætla að berjast fyrir því með kjafti og klóm að Þröstur Leó fái ekki Edduna. Þröstur Leó segir það eingöngu formsatriði að mæta og taka við verðlaununum. Jóhann Sigurðarson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson eru tilnefndir í sama flokki fyrir leik sinn í Brúðgumanum. Ólafur og Jóhann hafa bundist tryggðarböndum um að koma í veg fyrir að Þröstur fái verðlaunin. Brúðguminn hlaut fjórtán tilnefningar til Eddu-verðlaunannna. Og hefur eiginlega tryggt sér ein. Því bestu karlleikararnir í aukahlutverkum leika allir í kvikmyndinni. En þrátt fyrir að hafa dvalist langtímum saman í sumarsólinni á Flatey er grunnt á því góða og Þröstur Leó Gunnarsson virðist hafa orðið undir í baráttunni. „Þetta gæti verið mjög skemmtilegt. Og það er sko engin skömm að því að tapa fyrir Jóhanni," segir Ólafur Darri í samtali við Fréttablaðið. „Jóhann er langstærsti leikarinn af okkur," bætir hann við. Hann telur það hins vegar útilokað að Eddan fari til Þrastar Leó. „Það væri náttúrlega alveg fráleitt. Í myndinni eru kannski eitt eða tvö atriði með mér og Þresti sem eru ágæt. Annars hef ég aldrei verið hrifinn af Þresti sem leikara," segir Ólafur sem telur að hann eigi ekki þessi verðlaun skilið. Í sama streng tekur Jóhann Sigurðarson. Segir að Ólafur yrði vel að þessum verðlaunum kominn. „Ég gæti alveg sætt mig við það. En ef Þröstur vinnur þetta þá er bara alveg eins hægt að hætta þessu. Alla vega hætti ég ef Þröstur stendur uppi sem sigurvegari," segir Jóhann. Þröstur lét ummæli þeirra félaga ekki slá sig út af laginu þegar Fréttablaðið bar þau undir hann. Sagðist bara vera heppinn að hafa lent í flokk með tveimur svona miðlungsleikurum. „Þeir Ólafur og Jóhann hafa eitthvað misskilið þetta hugtak „stórleikari". Það er sko ekki þyngdin sem þar ræður för heldur eitthvað allt annað," segir Þröstur sem er alveg pollrólegur yfir því að félagar hans skuli reyna að bregða fyrir hann fæti. „Það er í raun bara formsatriði að vinna þetta. Ég er reyndar að sýna þetta kvöld og skora því bara á þá kumpána að mæta og taka við verðlaununum fyrir mína hönd. Þeir geta þá flutt stutta ræðu um mitt ágæti sem leikari." Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Jóhann Sigurðarson, Ólafur Darri Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson eru tilnefndir í sama flokki fyrir leik sinn í Brúðgumanum. Ólafur og Jóhann hafa bundist tryggðarböndum um að koma í veg fyrir að Þröstur fái verðlaunin. Brúðguminn hlaut fjórtán tilnefningar til Eddu-verðlaunannna. Og hefur eiginlega tryggt sér ein. Því bestu karlleikararnir í aukahlutverkum leika allir í kvikmyndinni. En þrátt fyrir að hafa dvalist langtímum saman í sumarsólinni á Flatey er grunnt á því góða og Þröstur Leó Gunnarsson virðist hafa orðið undir í baráttunni. „Þetta gæti verið mjög skemmtilegt. Og það er sko engin skömm að því að tapa fyrir Jóhanni," segir Ólafur Darri í samtali við Fréttablaðið. „Jóhann er langstærsti leikarinn af okkur," bætir hann við. Hann telur það hins vegar útilokað að Eddan fari til Þrastar Leó. „Það væri náttúrlega alveg fráleitt. Í myndinni eru kannski eitt eða tvö atriði með mér og Þresti sem eru ágæt. Annars hef ég aldrei verið hrifinn af Þresti sem leikara," segir Ólafur sem telur að hann eigi ekki þessi verðlaun skilið. Í sama streng tekur Jóhann Sigurðarson. Segir að Ólafur yrði vel að þessum verðlaunum kominn. „Ég gæti alveg sætt mig við það. En ef Þröstur vinnur þetta þá er bara alveg eins hægt að hætta þessu. Alla vega hætti ég ef Þröstur stendur uppi sem sigurvegari," segir Jóhann. Þröstur lét ummæli þeirra félaga ekki slá sig út af laginu þegar Fréttablaðið bar þau undir hann. Sagðist bara vera heppinn að hafa lent í flokk með tveimur svona miðlungsleikurum. „Þeir Ólafur og Jóhann hafa eitthvað misskilið þetta hugtak „stórleikari". Það er sko ekki þyngdin sem þar ræður för heldur eitthvað allt annað," segir Þröstur sem er alveg pollrólegur yfir því að félagar hans skuli reyna að bregða fyrir hann fæti. „Það er í raun bara formsatriði að vinna þetta. Ég er reyndar að sýna þetta kvöld og skora því bara á þá kumpána að mæta og taka við verðlaununum fyrir mína hönd. Þeir geta þá flutt stutta ræðu um mitt ágæti sem leikari."
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira