Lífið

Ungfrú Ísland 2008: Getur verið á háum hælum með kærastanum

Ellý Ármanns skrifar
Alexandra Helga ungfrú Ísland er gullfalleg og með fínan húmor.
Alexandra Helga ungfrú Ísland er gullfalleg og með fínan húmor. MYND/Ungfru Ísland
„Ég hef það bara mjög gott. Þetta er bara spennandi," svarar Alexandra Helga Ívarsdóttir, 18 ára, sem var valin Ungfrú Ísland 2008 síðasta föstudag þegar Vísir spyr hvernig henni líður með nýja titilinn og hvað er framundan.

„Það á eftir að koma betur í ljós en ég er að fara í langþráð frí á föstudaginn til Flórída með kærastanum mínum og fjölskyldunni hans. Við verðum þar í þrjár vikur."

Ingibjörg Ragnheiður, Alexandra Helga Ívarsdóttir og Sonja Björk Jónsdóttir.MYND/Ungfrú Ísland
Má ég spyrja hvað þú ert há?

„Ég er 180 sentímetrar."

Hefur hæð þín einhverntíman háð þér?

„Nei, eiginlega ekki. Ég er bara mjög stolt af hæðinni."

En hvað er kærastinn þinn hár?

„Hann er 198 sentímetrar á hæð. Ég get verið á háum hælum með honum," segir Alexandra hress í bragði þrátt fyrir óvenjulegar spurningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.