Formúla 1

Red Bull í vanda vegna óhapps Webber

Mark Webber var fluttur á spítala eftir að hafa fótbrotnað á reiðhjóli en hann tekur þátt í alskyns ævintýrum utan vinnutíma með Red Bull.
Mark Webber var fluttur á spítala eftir að hafa fótbrotnað á reiðhjóli en hann tekur þátt í alskyns ævintýrum utan vinnutíma með Red Bull. mynd: Getty Images

Fótbrot Formúlu 1 ökumannsins Mark Webber um síðustu helgi á reiðhjóli gæti haft veruleg áhrif á undirbúning Red Bull liðsins fyrir næsta tímabil.

Formúlu 1 lið eru að prófa nýjan búnað í bíla sína næstu vikur og mánuði og glænýtt kerfi sem kallast KERS. Það tekur afl úr bremsukerfinu og fæðir vélina auka afli. Öllum þessum prófunum missir Webber af og Red Bull nýtur ekki krafta hans að sama skapi. Mikið mun því mæ'a á Sebastian Vettel sem er nýr liðsmaður Red Bull.

"Webber verður sárt saknað, en það er þó meira um vert að hann verði klár í slaginn þegar nýji bíllinn lítur dagsins ljós á næsta ári. En við verðum að nýta tvo næstu mánuði afar vel í ljósi þess að Webber getur ekki æft með okkur", sagði Vettel. Hann náði afbragðstíma á fyrsta degi með Red Bull á dögunum í Barcelona.

"Það eru miklar breytingar á bílunum í aðsigi og hvað mig varðar, þá þarf ég að kynnast starfsliði og aðferðum Red Bull frá grunni. Skilningur á milli mín og tæknimanna þarf að vera í lagi og ég er ekki lengur með sama tæknistjóra og hjá Torro Rosso. Það er því mikill lærdómur framundan", sagði Vettel.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×