Innlent

Vinsælustu fréttir Vísis árið 2008

Vinsælustu fréttir Vísis á árinu eru fjölbreyttar.
Vinsælustu fréttir Vísis á árinu eru fjölbreyttar.

Árið 2008 fer líklega í sögubækurnar sem eitt viðburðarríkasta árið í sögu þjóðarinnar. Hvort fall Lehman brothers eða óhóflegar lánveitingar til tengdra aðila komu okkur í hóp með Simbabve og fleiri góðum er hinsvegar ekki vitað.

Vísir hefur staðið vaktina vel á árinu, og fátt sem hefur farið framhjá okkur. Það er því ekki vitlaust að horfa til baka og skoða mest lesnu fréttirnar á árinu. Fréttirnar eru ólíkar og misjafnar. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að vera áhugaverðar. Tuttugu mest lesnu fréttirnar á árinu 2008 eru ágætur vitnisburður þess hversu fjölbreyttur fréttavefur Vísir er.



1. Skoðaðu tekjur Íslendinga ókeypis á Vísi

Í byrjun ágúst voru fréttamenn Vísis mættir eldsnemma niður í húsakynni Ríkisskattstjóra við Tryggvagötu. Þar glugguðum við í álagningaskrár og reiknuðum síðan út tekjur nokkurra nafntogaðra einstaklinga. Vinnan var mikil en uppskeran góð. Mest lesna frétt Vísis á árinu er nefnilega Skoðaðu tekjur Íslendinga ókeypis á Vísi.



2. Uppfært - Glæsisnekkja Jóns Ásgeirs og Ingibjargar í virtu bátatímaritiOg það er greinilegt að þjóðin hefur mikinn áhuga á auðæfum fólks. Glæsisnekkja Jóns Ásgeirs og Ingibjargar vakti verðskuldaða athygli í október. Þá skrifaði Vísir um hina glæsilegu snekkju en myndir af henni birtust í virtu bátatímariti.

3. Þorgerður Katrín: Við erum ekki gjaldþrotaÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristján Arason eiginmaður hennar komust einnig í fréttirnar við hrun bankanna. Í viðtali við Vísi sló Þorgerður á kjaftasögurnar og sagði þjóðinni að þau hjónin væru ekki gjaldþrota.

4. Myndaði mömmu í rúminu með kærastanum

Hin 22 ára gamla Shelley Buddington varð fyrir óskemmtilegri reynslu á árinu þegar hún komst að því að móðir sín væri að sofa hjá kærastanum. Til þess að hefna sín dró hún upp síma og smellti mynd af þeim saman í rúminu og setti á Facebook síðu sem hún heldur úti. Uppátækið vakti verðskuldaða athygli í heimspressunni og þar með á Vísi.



5. Rúmeni og Þjóðverji ætluðu með milljónir úr landiEitt aðal áhyggjuefni okkar íslendinga nú um stundir er að vekja áhuga erlendra aðila á íslensku krónunni. Sumir segja hana ónýtt drasl sem enginn hafi áhuga á en því voru menn ekki sammála í upphafi árs. Rúmeni og Þjóðverji voru handteknir í mars með fullar ferðatöskur af peningum. Peningunum höfðu þeir stolið úr hraðbönkum í Reykjavík og var talið að þeir hafi náð út allt að tíu milljónum krónum.

6. Benjamín Þór ætlar að krefjast skaðabóta vegna KompásþáttarLíkamsræktarfrömuðurinn Benjamín Þór Þorgrímsson hafði einnig áhuga á því að verða sér úti um íslenskar krónur. Hann ákvað að fara í mál við forsvarsmenn Kompás sem sýndur er á Stöð 2 vegna myndbands sem þar var sýnt. Kompás myndaði Benjamín þar sem hann gekk í skrokk á manni sem hann taldi skulda sér pening. Vísir sagði frá.

7. Íslensk stúlka býður upp á nektarsýningu á netinuVísir sagði einnig frá átján ára íslenskri stúlku sem reyndi að drýgja tekjurnar með því að bjóða upp á nektarsýningu á netinu gegn greiðslu. Hægt var að sjá sýninguna í gegnum spjallforritiði MSN og sagðist hún eiga leikföng, bæði dildo og egg.

8. Forsætisráðherra kallar Helga Seljan fífl og dónaGeir H. Haarde hefur sjaldan eða aldrei haldið fleiri blaðamannafundi en á árinu. Þar fór hann yfir stöðu mála og svaraði æstum blaðamönnum sem margir hverjir gáfu ekki tommu eftir í að fá svör við spurningum sínum. Helgi Seljan fréttamaður í Kastljósinu fékk að heyra það frá forsætisráðherranum sem kallaði Helga fífl og dóna, þegar enginn átti að heyra til. En Vísir var vakandi og sagði frá uppákomunni.

9. Seðlabankastjóra sagt uppDavíði Oddssyni seðlabankastjóra var einnig sagt upp á Vísi á árinu. Það gerðist á einum af fréttamannafundum Geirs þegar listamaðurinn Snorri Ásmundsson gekk upp að Geir. H. Haarde og rétti honum uppsagnarbréf seðlabankastjóra. Mikil umræða hafði verið um lífverði sem gættu Geirs hvert sem hann færi. Snorri var hinsvegar ekki í vandræðum með að rétta honum bréfið.

10. Hryllingshúsið í AusturríkiHinn 73 ára gamli Joseph Fritzl vakti óhug hjá heimsbyggðinni allri á árinu. Vísir var ekki eftirbátur heimspressunnar og gerði athöfnum fjölskylduföðurins góð skil. Meðal annars var húsbúnaði á heimili fjölskyldunnar lýst hér á Vísi og höfðu lesendur greinilega mikinn áhuga á því.

11. Myndband: Lögreglumaður laminn á KirkjusandiVörubílstjórar voru einnig áberandi í mótmælaaðgerðum sínum. Eftir mikil átök á Suðurlandsvegi þar sem lögregla beitti m.a. piparúða kom til átaka á Kirkjusandi. Þar réðst einn vörubílstóranna sem hafði verið áberandi dagana áður á lögregluþjón og náðist atvikið á myndband. Myndbandið var að sjálfsögðu sýnt á Vísi.

12. „Ég reiddist bara fyrir hönd þjóðarinnar"Sjónvarpsmaðurinn og bloggarinn Egill Helgason tók frægt viðtal við Jón Ásgeir Jóhannesson á árinu. Viðtalið var tekið skömmu eftir fall bankanna og beið þjóðin með popp og kók eftir viðtalinu sem birtist í Silfri Egils á sunnudegi. Egill gekk ansi hart að Jóni og spurði hann spjörunum úr. Viðtalið vakti verðskuldaða athygli og sagði Egill í samtali við Vísi að hann hefði bara reiðst fyrir hönd þjóðarinnar.

13. Björgólfur mættur aftur í RáðherrabústaðinnÍ aðdraganda bankahrunsins vöktuðu fréttamenn Vísis bankastofnanir og opinberar byggingar langt fram á nótt. Fréttamenn biðu líka fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu þar sem hver bankamaðurinn á fætur öðrum fundaði með æðstu mönnum þjóðarinnar. Björgólfur Thor stökk á einn slíka fund en var svo mættur aftur seinna um daginn. Vísir var á staðnum.

14. Hver er þessi Dabbi Grensás?Davíð Smári Helenarson komst einnig í fréttirnar á árinu fyrir nokkur ofbeldisverk. Fyrir skömmu var hann dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á dómara í knattspyrnuleik og fyrir að hafa gengið í skrokk á knattspyrnumanninum Hannesi Sigurðssyni. Vísir var á tánum og sagði þjóðinni frá því hver Dabbi Grensás væri.

15. Fæddist með tvö typpi á bakinuÞær eru oft margar skondnar fréttirnar sem berast utan úr heimi. Vísir sagði frá læknisfræðilegri ráðgátu sem kínverskir læknar tókust á við árinu. Þá fæddist ungur piltur með tvö typpi. Annað þeirra var staðsett á baki drengsins. Auka typpið var fjarlægt með skurðaðgerð og leið honum vel eftir aðgerðina.

16. Stúlka sem kærði nauðgun kann sjálf að verða kærðÞjóðin stóð á öndinni þegar fréttir bárust af fjórum karlmönnum sem grunaðir voru um að hafa nauðgað sautján ára gamalli stúlku. Mennirnir voru handteknir en síðar kom í ljós að myndbandsupptaka var til af atvikinu í síma eins mannanna. Af upptökunni mátti ráða að kynlífsathafnirnar voru framkvæmdar með fullu samþykki stúlkunnar og gæti stúlkan sjálf verið kærð fyrir kæruna.

17. Myndband: Unglingaslagsmálin í KringlunniMyndbönd hafa iðulega verið vinsæl á Vísi. Eitt slíkt barst okkur af unglingaslagsmálum í Kringlunni. Þar söfnuðust um fimmtíu manns saman í tveimur hópum. Kom til stympinga á milli hópanna sem enduðu með því að öryggisvörður slasaðist og tveir voru handteknir.

18. Afturendi Aniston vekur athygli - myndirAfturendinn á leikkonunni Jennifer Aniston vakti einnig verðskuldaða athygli á árinu. Myndir af hinni 39 ára gömlu Aniston birtust á forsíðum slúðurblaða beggja vegna Atlantshafsins þar sem hún sólaði sig í Mexíkó. Vísir sagði að sjálfsögðu frá strandarferð leikkonunnar og birti myndir.

19. Kviknakin Pamela ruglar Hefner í ríminu - myndirÞokkagyðjan Pamela Anderson kom einnig á óvart í afmælisveislu Playboy kóngsins Hugh Hefner. Hún færði honum afmælisköku í tilefni af 82 ára afmæli hans, nánast kviknakin. Fyrrum strandvörðurinn var nefnilega ekki klædd í neitt nema hælaskó. Vísir birti myndir.

20. Strákarnir okkar á forsíðu New York TimesEin mesta gleðifrétt ársins var þegar handboltalandsliðið tók sig til og vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking. Afrekið hjá Strákunum okkar vakti heimsathygli og voru þeir meðal annars á forsíðu New York Times. Þeir voru líka á forsíðu Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×