Innlent

Íslendingar vilja vera með í viðræðum um Norðurpólinn

Rússneski fáninn á hafsbotni undir Norðurpólnum. Eða hvað? Myndin er sögð fölsuð og myndskeiðið úr Titanic.
Rússneski fáninn á hafsbotni undir Norðurpólnum. Eða hvað? Myndin er sögð fölsuð og myndskeiðið úr Titanic.

Löndin sem gera tilkall til Norðurskautsins ætla að hætta að karpa um málið og gera út um það á grundvelli Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Íslensk stjórnvöld hafa kvartað undan því að vera skilin útundan í viðræðunum.

Það vakti litla hrifningu ríkjanna í kringum Norðurskautið þegar Rússar plöntuðu fána sínum á hafsbotninn á sjálfum pólnum.

Gífurleg auðæfi kunna að finnast á hafsbotninum, sem nú er undir ís, og fimm ríki gera tilkall til þeirra.

Ríkin fimm sem liggja að Norðurskautinu funduðu um málið á Grænlandi í vikunni.

Kanada, Danmörk, Noregur, Rússland og Bandaríkin drógu sig þannig út úr samstarfinu á vegum Norðurskautsráðsins, þar sem einnig sitja Ísland, Svíþjóð og Finnland.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra kvartaði yfir þessu við Dani, sem buðu til fundarins á Grænlandi.

Fyrirhugað var að Ingibjörg Sólrún og Rice ræddu málið í gær en til þess gafst ekki tími.

En á fundinum á Grænlandi ákváðu ríkin fimm að útkljá allar deilur um yfirráð á grundvelli Hafréttarsáttmálans - og Bandaríkjamenn ætla að biða þing sitt að staðfesta sáttmálann hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×