Þrátt fyrir árekstur Lewis Hamilton og Felipe Massa í Japan um síðustu helgi og orrahríð síðustu ára á milli liðanna, þá eru engin illindi milli starfsmanna liðanna. Svo segir Stefando Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari.
"Við berjumst á brautinni, eins og lög gera ráð fyrir. Liðin bera virðingu fyrir hvort öðru, en það er mismunandi andi á milli einstakra liða", segir Domenicali. Hann hefur annað yfirbragð en Jean Todt, fyrrum framkvæmdarstjóri sem ól stundum á því að pirra Ron Dennis hjá McLaren gegnum fjölmiðla. Dennis er ósáttur að Lewis Hamilton fékk refsingu fyrir brot í fyrstu beygju. En Domenicali er sammála dómnum.
"Hamilton var mjög ágengur í fyrstu beygjunni og þvingaði aðra ökumenn út úr aksturslínunni, þar á meðal báða ökumenn okkar. Massa var svo grimmur á móti skömmu seinna og var dæmdur fyrir það. "
Domenicali telur að harður slagur sé framundan í mótinu í Kína um næstu helgi.
"Það er slagur þriggja liða framundan. Okkar, McLaren og BMW. Robert Kubicar er kominn á skrið aftur. Við verðum að halda vöku okkar í mótunum sem eftir eru. Það þurfa allir að stilla strengi sína. Ökumenn og tæknimenn þurfa að vera vel undirbúnir, andlega og líkamlega. Það verður háspena í Sjanghæ", sagði Domenicali.
Kepp verður á Sjanghæ brautinni í Kína um næstu helgi og í fyrra klúðraði Lewis Hamilton möguleika sínum á því að vinna titilinn í mótinu. Hann færði svo Kimi Raikkönen og Ferrari titilinn á silfurfati í lok mótsins í Brasilíu. Raikkönen varð meistari með eins stigs mun.