Lagaprófessor telur dóm Birgis í Færeyjum þungan Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. apríl 2008 00:01 Birgir Páll og Olavur Jákup Kristoffersen verjandi hans í réttarsal. TEIKNING: JANUS GUTTESEN Birgir Páll Marteinsson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni í Færeyjum með aðild að Pólstjörnumálinu. Dómur féll um miðnætti á föstudag en fyrr um kvöldið var hann fundinn sekur, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Þá var hann dæmdur í ævilangt endurkomubann til Færeyja. Birgir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september í fyrra. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist refsingin vera þung. „Ég efast um að dómstólar hér heima hefðu dæmt manninn í þetta þunga refsingu. Ég þekki náttúrlega ekki málavexti, en miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum eru sjö ár nokkuð vel í lagt. Vel má vera að eitthvað í röksemdum réttlæti það, en mér finnst dómurinn þungur,“ segir Sigurður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Birgi hafi verið mjög brugðið þegar dómurinn var kveðinn upp. Félagar hans, sem dæmdir voru í málinu hér heima, vonuðu að hann fengi ekki meira en þriggja ára dóm. Í viðtali við færeyska útvarpið sagði hann að sér væri sárast um endurkomubannið til Færeyja, því þar liði honum best. Birgir Páll var dæmdur fyrir að hafa haft um fjörutíu kíló af fíkniefnum í sinni vörslu þann tíma sem Pólstjarnan var við festar í Færeyjum og að hafa aðstoðað við að koma þeim aftur um borð í skútuna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum, amfetamíni og dufti til e-töflugerðar, sem hann ætlaði að koma til óþekkts aðila. Hann var sýknaður af aðkomu að skipulagi smyglsins. Fróðlegt er að bera saman dóm Birgis og þeirra aðila Pólstjörnumálsins sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birgir fær jafnlangan dóm og Alvar Óskarsson, en hann sigldi skútunni frá Danmörku til Íslands, með viðkomu í Færeyjum, ásamt Guðbjarna Traustasyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til sjö ára og fimm mánaða fangavistar. Birgir Páll var í Færeyjum sýknaður af því að hafa vitað af efnunum frá Danmörku til Færeyja, en bæði Guðbjarni og Alvar voru fundnir sekir um aðild að skipulagi smyglsins. Verjendur Birgis hafa tvær vikur til að ákveða hvort áfrýjað verði. Það á eingöngu við um lengd refsingar, því óheimilt er að áfrýja dómi um sýknu eða sekt. Ólíklegt verður að teljast að ákæruvaldið áfrýi. Pólstjörnumálið Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Birgir Páll Marteinsson var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni í Færeyjum með aðild að Pólstjörnumálinu. Dómur féll um miðnætti á föstudag en fyrr um kvöldið var hann fundinn sekur, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Þá var hann dæmdur í ævilangt endurkomubann til Færeyja. Birgir hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 21. september í fyrra. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist refsingin vera þung. „Ég efast um að dómstólar hér heima hefðu dæmt manninn í þetta þunga refsingu. Ég þekki náttúrlega ekki málavexti, en miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum eru sjö ár nokkuð vel í lagt. Vel má vera að eitthvað í röksemdum réttlæti það, en mér finnst dómurinn þungur,“ segir Sigurður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Birgi hafi verið mjög brugðið þegar dómurinn var kveðinn upp. Félagar hans, sem dæmdir voru í málinu hér heima, vonuðu að hann fengi ekki meira en þriggja ára dóm. Í viðtali við færeyska útvarpið sagði hann að sér væri sárast um endurkomubannið til Færeyja, því þar liði honum best. Birgir Páll var dæmdur fyrir að hafa haft um fjörutíu kíló af fíkniefnum í sinni vörslu þann tíma sem Pólstjarnan var við festar í Færeyjum og að hafa aðstoðað við að koma þeim aftur um borð í skútuna. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum, amfetamíni og dufti til e-töflugerðar, sem hann ætlaði að koma til óþekkts aðila. Hann var sýknaður af aðkomu að skipulagi smyglsins. Fróðlegt er að bera saman dóm Birgis og þeirra aðila Pólstjörnumálsins sem dæmdir voru í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birgir fær jafnlangan dóm og Alvar Óskarsson, en hann sigldi skútunni frá Danmörku til Íslands, með viðkomu í Færeyjum, ásamt Guðbjarna Traustasyni. Sá síðarnefndi var dæmdur til sjö ára og fimm mánaða fangavistar. Birgir Páll var í Færeyjum sýknaður af því að hafa vitað af efnunum frá Danmörku til Færeyja, en bæði Guðbjarni og Alvar voru fundnir sekir um aðild að skipulagi smyglsins. Verjendur Birgis hafa tvær vikur til að ákveða hvort áfrýjað verði. Það á eingöngu við um lengd refsingar, því óheimilt er að áfrýja dómi um sýknu eða sekt. Ólíklegt verður að teljast að ákæruvaldið áfrýi.
Pólstjörnumálið Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira