Innlent

Keyrði á veitingastaðinn Asíu

Um klukkan hálf fimm keyrði ölvaður ökumaður á veitingastaðinn Asíu við Laugaveg. Maðurinn hafði skömmu áður keyrt á aðra bifreið á Laugaveginum en farþegi í þeirri bifreið stökk út og réðst á manninn. Þeir voru báðir handteknir.

Maðurinn keyrði niður ljósastaur í leiðinni með þeim afleiðingum að rafmagn fór af nærliggjandi húsum.

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls voru fjórar líkamsárásir kærðar og tíu fengu að gista fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×