Fleiri leiðir kunna að vera til Ingimar Karl Helgason skrifar 12. nóvember 2008 00:01 Lilja Mósesdóttir. „Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir.„Þau lækka vexti og auka ríkisútgjöld með því að lána fyrirtækjum og heimilum sem standa illa."Lilja segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi alltaf gripið til þeirra skilyrða að neyða ríki til að hækka vexti til að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og að ríkissjóðir séu reknir hallalausir. Það sé þó ekki hægt vegna aukins atvinnuleysis, nema hækka skatta.„Margir hagfræðingar sem hafa rannsakað fjármálakreppur, telja að þessar aðgerðir, hækkun vaxta og skattahækkanir, verði til þess að dýpka kreppuna. Vaxtahækkunin þýðir að fleiri fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig, því þau ráða ekki við vextina."Lilja telur að aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé frekar á forsendum fjármagnseigenda en heimila og fyrirtækja. „Vaxtahækkunin er til að mynda hugsuð til þess að reyna að halda fjármagni hér, án þess að skattleggja það."Lilja leggur meðal annars til að 60 prósenta skattur verði lagður á alla fjármagnsflutninga yfir tíu milljónum króna. Spurð um hvort það stæðist lög og alþjóðlegar skuldbindingar segist Lilja ekki vera löglærð. Hins vegar hafi verið gripið til slíkra aðgerða áður. „Það gerði Malasía árið 1997 til 98. Og það land kom einna best út úr fjármálakreppunni gangvart nágrannalöndum sínum og þurfti ekki að skuldsetja sig nærri jafn mikið, því ríkið þurfti síður á láni að halda til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann."Lilja telur enn fremur að þetta hefði takmörkuð áhrif á utanríkisviðskipti Íslendinga, því skortur á trúverðugleika gjaldmiðilsins hafi þegar haft slæm áhrif á þau mál. Allir sem vilji sjá, sjái að krónan falli um leið og hún fer á flot. „Um það eru fjölmörg dæmi, meðal annars frá Asíu, að vaxtahækkun dregur ekki úr útstreymi fjármagns í fjármálakreppu." Fjárfestar hugsi ekki rökrétt þegar ríki fari í gegnum fjármálakreppu. „Þeirra hugsun er að koma sér út, næstum hvað sem það kostar." Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
„Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir.„Þau lækka vexti og auka ríkisútgjöld með því að lána fyrirtækjum og heimilum sem standa illa."Lilja segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi alltaf gripið til þeirra skilyrða að neyða ríki til að hækka vexti til að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og að ríkissjóðir séu reknir hallalausir. Það sé þó ekki hægt vegna aukins atvinnuleysis, nema hækka skatta.„Margir hagfræðingar sem hafa rannsakað fjármálakreppur, telja að þessar aðgerðir, hækkun vaxta og skattahækkanir, verði til þess að dýpka kreppuna. Vaxtahækkunin þýðir að fleiri fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig, því þau ráða ekki við vextina."Lilja telur að aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé frekar á forsendum fjármagnseigenda en heimila og fyrirtækja. „Vaxtahækkunin er til að mynda hugsuð til þess að reyna að halda fjármagni hér, án þess að skattleggja það."Lilja leggur meðal annars til að 60 prósenta skattur verði lagður á alla fjármagnsflutninga yfir tíu milljónum króna. Spurð um hvort það stæðist lög og alþjóðlegar skuldbindingar segist Lilja ekki vera löglærð. Hins vegar hafi verið gripið til slíkra aðgerða áður. „Það gerði Malasía árið 1997 til 98. Og það land kom einna best út úr fjármálakreppunni gangvart nágrannalöndum sínum og þurfti ekki að skuldsetja sig nærri jafn mikið, því ríkið þurfti síður á láni að halda til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann."Lilja telur enn fremur að þetta hefði takmörkuð áhrif á utanríkisviðskipti Íslendinga, því skortur á trúverðugleika gjaldmiðilsins hafi þegar haft slæm áhrif á þau mál. Allir sem vilji sjá, sjái að krónan falli um leið og hún fer á flot. „Um það eru fjölmörg dæmi, meðal annars frá Asíu, að vaxtahækkun dregur ekki úr útstreymi fjármagns í fjármálakreppu." Fjárfestar hugsi ekki rökrétt þegar ríki fari í gegnum fjármálakreppu. „Þeirra hugsun er að koma sér út, næstum hvað sem það kostar."
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira