Lífið

Myndi aldrei selja brúðkaupsmyndirnar

Söngkonan Beyonce segist aldrei hafa hugleitt að selja glanstímaritum myndir úr brúðkaupi sínu og rapparans Jay-Z. Hún viðurkenndi þó í fjölmiðlum á dögunum að henni hefði brugðið við fjárhæðirnar sem þeim voru boðnar fyrir brúðkaupsmyndirnar.

Alvanalegt er að fræga fólkið vestanhafs selji myndir af brúðkaupum sínum, afmælum, eða nýfæddum börnum. Oft fyrir svimandi fjárhæðir.

„Þau voru að bjóða klikkaðan pening. Þetta er fáránlegt," sagði söngkonan nýlega í viðtali. „Á endanum myndi ég aldrei gera þetta. Það er ekki þess virðis. Ef þú vilt gera eitthvað opinbert þá gerirðu það, en ekki fyrir pening."

Hjónakornin voru pússuð saman í leynilegri athöfn í New York í apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.