Lífið

Norðmenn vilja íslendinga í bókhaldið

Höfuðstöðvar fyrirtækisins í Telemark eru vinalegar.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins í Telemark eru vinalegar.

Í atvinnuhluta Fréttablaðsins í dag má sjá litla sæta auglýsingu á norsku. Þar er fyrirtæki sem heitir Norsk Turboservice að auglýsa eftir fólki í reikningshald, bókhald, sölumennsku og fleira.

Fyrirtækið er 30 ára gamalt og er með höfuðstöðvar í Telemark í Noregi en á systurfyrirtæki í Svíþjóð. Fyrirtækið fullyrðir að það sé leiðandi í skandinavíu í sínum geira.

Þeir sem eru áhugasamir eru beðnir um að senda ferilskrá með mynd á netfangið info@turboservice.no.

Í lok auglýsingarinnar er það síðan tekið fram að fyrirtækið veiti aðstoð við að útvega húsnæði og sjái til þess að nýir starfsmenn hafi það sem allra best.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.