Lífið

Námskeið fyrir verðandi og nýbakaða foreldra

Reykjavíkurborg býður upp á námskeið, hannað af hjónunum og sálfræðingunum John og Julie Gottman. Reykjavíkurborg kostar námskeiðin sem eru gjaldfrjáls fyrir verðandi og nýorðna foreldra, en framkvæmd þeirra er í höndum ÓB-ráðgjafar. Reykjavíkurborg mun bjóða 48 pörum á námskeiðið og Kópavogsbær mun bjóða 32 pörum.

Gottman hjónin eru í forystusveit á heimsvísu í vísindarannsóknum á hjónabandinu, parsamböndum og fjölskyldunni.

Námskeiðið hjálpar til við að undirbúa verðandi foreldra og foreldra barna á fyrsta ári fyrir eitt mikilvægasta verkefni lífsins - að ala upp barn. Börn á fyrsta aldursári eru velkomin með foreldrum sínum. Barnið komið heim námskeiðinu er ætlað að hjálpa væntanlegum foreldrum og foreldrum ungra barna að viðhalda og efla parasambandið samhliða foreldrahlutverkinu.

Rannsóknir hafa sýnt að sjö af hverjum tíu foreldrum upplifa minni ánægju í parsambandinu fyrstu þrjú árin eftir fæðingu barns.

Námskeiðið er tólf klukkustundir. Kennt er tvær klukkustundir í senn, einu sinni í viku í sex vikur á fimmtudögum frá kl. 17:00 -19:00, en boðið verður upp á léttan og hollan kvöldverð í lokin.

Fyrsta námskeiðið hefst 13. nóvember og verður haldið í Miðgarði, Langarima 21.

Skráning og nánari upplýsingar hjá ogg@obradgjof.is og í síma 553-9400. Sjá nánar á vefsetrinu http://www.barnidkomidheim.net/








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.