Lífið

Talandi dæmi um misheppnaða lýtaaðgerð

Lisa Rinna. Leikkonunni er oftar en ekki líkt við önd í fjölmiðlum vestan hafs.
Lisa Rinna. Leikkonunni er oftar en ekki líkt við önd í fjölmiðlum vestan hafs.

Bandaríska leikkonan Lisa Rinna, 45 ára, sem þekkt er fyrir að leika í sápuóperum í gegnum tíðina, hefur viðurkennt að hún hefur látið stækka á sér varirnar.

Lisa segir í viðtali við tímaritið In Touch: ,,Mér fannst alveg sjálfsagt að fylla aðeins í varirnar á mér en síðan sá ég mynd af mér eftir aðgerðina og dauðbrá."

Töluverðar breytingar hafa orðið á andliti leikkonunnar. Smelltu á mynd til að stækka.

,,Þess vegna vil ég ráðleggja fólki að fara varlega þegar kemur að lýtalækningum. Ég er talandi dæmi um misheppnaða lýtaaðgerð. Það eru svo margar leiðir sem fólk getur farið til að líta betur út," segir Lisa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.