Enski boltinn

Sissoko spenntur fyrir Juventus

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sissoko í baráttu við Brynjar Björn Gunnarsson, leikmann Reading.
Sissoko í baráttu við Brynjar Björn Gunnarsson, leikmann Reading. Nordic Photos / Getty Images

Mohamed Sissoko mun vera spenntur fyrir því að ganga til liðs við Juventus og munu viðræður vera langt komnar.

Claudio Ranieri, stjóri Juventus, er spenntur fyrir því að fá Sissoko sem var á mála hjá Valencia þegar hann var knattspyrnustjóri þar.

Sissoko hefur fá tækifæri fengið í byrjunarliði Liverpool að undanförnu og verið í byrjunarliðinu í aðeins sex deildarleikjum á tímabilinu.

„Samningurinn er ekki klár eins og er en umboðsmaður minn er langt kominn í sínum viðræðum við félagið," sagði Sissoko í samtali við franska útvarpsstöð.

„Ég vonast að þeir komist að samkomulagi en ég er mjög ánægður með að félagið vilji fá mig. Ég vil fá nýja áskorun. Síðustu mánuðir hjá Liverpool hafa ekki verið eins og ég vonaðist til," sagði hann. „En svona er fótboltinn og nú vil ég taka næsta skrefið á mínum ferli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×