Semur tónlist fyrir stórmynd í Hollywood Gunnar Lárus Hjálmarsson skrifar 6. september 2008 07:00 Jóhann Jóhannsson semur fyrir Personal Effects, Hollywood-stórmynd með Ashton Kutcher og Michelle Pfeiffer. Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við Hollywoodmyndina Personal Effects, sem frumsýnd verður á næsta ári. Í aðalhlutverkum eru stórstjörnurnar Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer og Kathy Bates. Myndin er byggð á smásögu eftir Rick Moody, þann sama og skrifaði skáldsöguna Ice Storm, sem Ang Lee gerði verðlaunamynd upp úr. „Framleiðandi myndarinnar hafði nú bara samband við mig upp úr þurru,“ segir Jóhann. „Þeir höfðu grófklippt myndina við tónlist eftir mig og höfðu mig í huga sem tónskáld frá upphafi.“ Jóhann segist ekki hafa hitt stórstjörnurnar eða leikstjórann, David Hollander. „Hollywood er auðvitað hinum megin á hnettinum og samskipti hafa mest farið fram í gegnum síma seint á kvöldin eða í gegnum netið. Það gekk bara ágætlega, enda er líkamleg staðsetning aukaatriði nú á dögum.“ Jóhann segist ekkert sérstaklega áhugasamur um að vinna frekar fyrir Hollywood. „Þessi mynd er dramatísk, sagan er um venjulegt fólk og hvernig það dílar við alvarleg áföll i lífinu. Mér finnst gaman að semja kvikmyndatónlist, og er sama hvers lensk myndin er, á meðan hún er áhugaverð.“ Jóhann hefur samið tónlist við ýmsar kvikmyndir og leikrit og fékk nýlega fyrstu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Varmints á Rhode Island International Film Festival í Bandaríkjunum. Myndin, sem er eftir BAFTA-verðlaunahafann Marc Craste, hlaut líka verðlaun sem besta „animation“-myndin. „Samt er aðaláherslan hjá mér á mínar eigin plötur og tónleika, það er mest gefandi,“ segir Jóhann. Ný sólóplata hans, Fordlandia, kemur út í byrjun nóvember hjá breska merkinu 4AD. „Ég tók plötuna upp víðs vegar um heiminn, á Íslandi, í Prag, Tókýó, Kaupmannahöfn og Ósló. Þeir sem spila inn á plötuna eru meðal annars íslenskur strengjakvartett sem hefur ferðast um heiminn með mér undanfarin ár, slagverksleikarinn Matthías Hemstock og Fílharmónían í Prag. Fordlandia er kannski blanda af fyrri verkum, dálítið af smáum, lágstemmdum stykkjum eins og á Englabarna-plötunni, dálítið af lengri epískum verkum eins og á IBM 1401 og Virðulegu forsetar, og svo líka vonandi eitthvað nýtt.“ Þessi misserin er Jóhann með annan fótinn í Kaupmannahöfn og eins og sést er nóg að gera. „Akkúrat núna er ég staddur í stúdíói fyrir utan Kaupmannahöfn að vinna að tónlist fyrir sjónvarpsseríuna Svarta engla eftir þá Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson. Samtímis er ég að klára kórverk sem verður flutt í október á Sequnces-hátíðinni. Verkið er fyrir blandaðan kór, sex rafmagnsgítarleikara og slagverk.“ Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við Hollywoodmyndina Personal Effects, sem frumsýnd verður á næsta ári. Í aðalhlutverkum eru stórstjörnurnar Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer og Kathy Bates. Myndin er byggð á smásögu eftir Rick Moody, þann sama og skrifaði skáldsöguna Ice Storm, sem Ang Lee gerði verðlaunamynd upp úr. „Framleiðandi myndarinnar hafði nú bara samband við mig upp úr þurru,“ segir Jóhann. „Þeir höfðu grófklippt myndina við tónlist eftir mig og höfðu mig í huga sem tónskáld frá upphafi.“ Jóhann segist ekki hafa hitt stórstjörnurnar eða leikstjórann, David Hollander. „Hollywood er auðvitað hinum megin á hnettinum og samskipti hafa mest farið fram í gegnum síma seint á kvöldin eða í gegnum netið. Það gekk bara ágætlega, enda er líkamleg staðsetning aukaatriði nú á dögum.“ Jóhann segist ekkert sérstaklega áhugasamur um að vinna frekar fyrir Hollywood. „Þessi mynd er dramatísk, sagan er um venjulegt fólk og hvernig það dílar við alvarleg áföll i lífinu. Mér finnst gaman að semja kvikmyndatónlist, og er sama hvers lensk myndin er, á meðan hún er áhugaverð.“ Jóhann hefur samið tónlist við ýmsar kvikmyndir og leikrit og fékk nýlega fyrstu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Varmints á Rhode Island International Film Festival í Bandaríkjunum. Myndin, sem er eftir BAFTA-verðlaunahafann Marc Craste, hlaut líka verðlaun sem besta „animation“-myndin. „Samt er aðaláherslan hjá mér á mínar eigin plötur og tónleika, það er mest gefandi,“ segir Jóhann. Ný sólóplata hans, Fordlandia, kemur út í byrjun nóvember hjá breska merkinu 4AD. „Ég tók plötuna upp víðs vegar um heiminn, á Íslandi, í Prag, Tókýó, Kaupmannahöfn og Ósló. Þeir sem spila inn á plötuna eru meðal annars íslenskur strengjakvartett sem hefur ferðast um heiminn með mér undanfarin ár, slagverksleikarinn Matthías Hemstock og Fílharmónían í Prag. Fordlandia er kannski blanda af fyrri verkum, dálítið af smáum, lágstemmdum stykkjum eins og á Englabarna-plötunni, dálítið af lengri epískum verkum eins og á IBM 1401 og Virðulegu forsetar, og svo líka vonandi eitthvað nýtt.“ Þessi misserin er Jóhann með annan fótinn í Kaupmannahöfn og eins og sést er nóg að gera. „Akkúrat núna er ég staddur í stúdíói fyrir utan Kaupmannahöfn að vinna að tónlist fyrir sjónvarpsseríuna Svarta engla eftir þá Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson. Samtímis er ég að klára kórverk sem verður flutt í október á Sequnces-hátíðinni. Verkið er fyrir blandaðan kór, sex rafmagnsgítarleikara og slagverk.“
Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira