Innlent

Móðir Byrgisstúlku gat ekki lesið dóminn vegna hryllings

Oddrún Einarsdóttir móðir stúlku sem varð fórnarlamb Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa þurft að hætta að lesa dóminn sem féll í svokölluðu Byrgismáli í dag þar sem lýsingarnar voru svo hræðilegar. Mæður stúlknanna þriggja voru í viðtali í Íslandi í dag fyrir stundu. Þær eru ekki smeykar um að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti.

Eins og fram hefur komið í fréttum í dag fékk Guðmundur þriggja ára dóm í Héraðsdómi Suðurlands í dag og var sakfelldur í öllum ákæruliðunum.

Lögmaður Guðmundar sagði í þættinum að dómurinn væri í þyngri kantinum og skjólstæðingur sinn væri afar ósáttur við dóminn og því hafi verið ákveðið að áfrýja honum.

Mæðurnar þrjár voru allar mjög sáttar með dóminn og hvetja þær fólk til þess að lesa dóminn og sérstaklega þá sem gagnrýnt hafa þær fyrir að stíga fram eins og þær hafa gert eftir að málið kom upp.

„Ég þurfti að hætta að lesa þetta því mér finnst þetta svo hræðilegt. Dóttir mín var búin að segja mér frá einhverju af þessu og sýna mér myndskilaboðin í símanum, en lýsingarnar eru bara svo hræðilegar," sagði Oddrún Einarsdóttir móðir einnar stúlkunnar.

Brynja Dís Vilbergsdóttir móðir annarar stúlku sagðist einnig hafa þurft að stoppa við lestur dómsins. „Ég gat lesið í gegnum þetta en var alveg ofboðslega þung á eftir," sagði Sesselja Garðarsdóttir þriðja móðirin.

Þær voru sammála um að skoða þyrfti hvort stúlkurnar gætu farið í mál við ríkið vegna málsins.

Þær sögðust ekki óttast að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti miðað við hversu afgerandi dómur Héraðsdóms var í dag.

 


Tengdar fréttir

Gerir ráð fyrir að dómi verði áfrýjað

Hilmar Baldursson, verjandi Guðmundar Jónssonar í Byrginu, sagði við fréttamenn eftir að dómur yfir Guðmundi var kveðinn upp að hann gerði ráð fyrir að honum yrði áfrýjað.

Guðmundur var með dýflissu í Hafnarfirði

Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu.

Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb

Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki.

Guðmundur í Byrginu í þriggja ára fangelsi

Guðmundur Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður Byrgisins, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot í starfi sem forstöðumaður. Hann var einnig dæmdur til þess að greiða um 12 milljónir í sakarkostnað og miskabætur. Dómur var kveðinn upp fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×